Nýársspá Siggu Kling - Vogin Sigga Kling skrifar 6. janúar 2023 08:01 Elsku Vogin mín, það er allt að fara á fulla ferð á þessu herrans ári 2023. Það er eins og þú sért í sérstökum tengslum við hið Almáttuga, máttinn í öllu. Þú þarft þar af leiðandi að fara varlega í því hvers þú óskar þér og hvað þú þráir. Lífið verður jafn breytilegt og veðráttan á Íslandi, alltaf að koma manni eitthvað á óvart. Fyrstu tveir mánuðirnir á árinu laga, breyta og bæta það sem þú ert búin að vona að gangi upp. Þú færð samþykki frá þeim sem þarf til þess að klára mál sem eru búin að hanga í töluverðan tíma yfir þér. Þú skalt vara þig á því að rífast ekki við þá sem eru þér hliðhollir, heldur að beina einungis gleði, frið og hamingju í þeirra hjarta. Það er nefnilega oft þannig að maður er erfiðastur við þá sem eru englarnir í lífinu manns. Lífstalan 8 skreytir lífið þitt þetta árið og er hún tákn eilífðarinnar, lífs og dauða, alveg eins og dagurinn er lífið og nóttin dauðinn. Þú þarft að vera á tánum þetta árið og það er þér reyndar eðlislægt. Þetta verður ekki sá tími sem þú slappar af og gerir ekki neitt. Það verður mikið af fólki í kringum þig, jafnvel fleiri munu flytjast á heimili þitt eða að þú farir þar sem er meiri mannskapur. Í því sem þú ferð að gera verður fjöldinn allur af fólki og ef við getum kallað hugann internet, þá ertu með allar stöðvarnar. Hugur þinn skerpist svo mikið og það borgar sig ekki fyrir neinn að fara á bakvið þig; þú veist hluti sem jafnvel þú átt alls ekki að vita. Það er líka þannig að ef þú ert föst á núll punkti eða ekki á neinum, þá getur Alheimsorkan komið og rifið þig úr aðstæðum á harkalegan hátt sem þú ert ekki sátt við. Því að þegar þér finnst ekkert vera að gerast þá ertu bara ekki að fylgja því mynstri á því sem þú ákvaðst að gera áður en þú komst inn í þetta líf. Þegar líða tekur á þetta blessaða ár, þá ákveður þú að venda kvæði þínu í kross og að taka afstöðu með fólki sem er að gera áberandi hluti. Þú munt samt vinna mikið sjálfstætt og það besta sem þú gerir á árinu er akkúrat að finna allt það sjálfstæði og hugrekki sem þú getur. Heppnin mun fylgja þér í peningamálum, en þú skalt líka skoða vandlega hvað þú ætlar að gera við þau veraldlegu gæði sem þér áskotnast. Því að í þessum hraða getur svo margt gerst á einu augnabliki. Sumarið verður sveipað mýkt, mannlegri reisn, tengingu við Jörðina, náttúruna og dýrin og fólkið þitt. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir Íslendingar í stjörnumerkinu. Vísir Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
Lífið verður jafn breytilegt og veðráttan á Íslandi, alltaf að koma manni eitthvað á óvart. Fyrstu tveir mánuðirnir á árinu laga, breyta og bæta það sem þú ert búin að vona að gangi upp. Þú færð samþykki frá þeim sem þarf til þess að klára mál sem eru búin að hanga í töluverðan tíma yfir þér. Þú skalt vara þig á því að rífast ekki við þá sem eru þér hliðhollir, heldur að beina einungis gleði, frið og hamingju í þeirra hjarta. Það er nefnilega oft þannig að maður er erfiðastur við þá sem eru englarnir í lífinu manns. Lífstalan 8 skreytir lífið þitt þetta árið og er hún tákn eilífðarinnar, lífs og dauða, alveg eins og dagurinn er lífið og nóttin dauðinn. Þú þarft að vera á tánum þetta árið og það er þér reyndar eðlislægt. Þetta verður ekki sá tími sem þú slappar af og gerir ekki neitt. Það verður mikið af fólki í kringum þig, jafnvel fleiri munu flytjast á heimili þitt eða að þú farir þar sem er meiri mannskapur. Í því sem þú ferð að gera verður fjöldinn allur af fólki og ef við getum kallað hugann internet, þá ertu með allar stöðvarnar. Hugur þinn skerpist svo mikið og það borgar sig ekki fyrir neinn að fara á bakvið þig; þú veist hluti sem jafnvel þú átt alls ekki að vita. Það er líka þannig að ef þú ert föst á núll punkti eða ekki á neinum, þá getur Alheimsorkan komið og rifið þig úr aðstæðum á harkalegan hátt sem þú ert ekki sátt við. Því að þegar þér finnst ekkert vera að gerast þá ertu bara ekki að fylgja því mynstri á því sem þú ákvaðst að gera áður en þú komst inn í þetta líf. Þegar líða tekur á þetta blessaða ár, þá ákveður þú að venda kvæði þínu í kross og að taka afstöðu með fólki sem er að gera áberandi hluti. Þú munt samt vinna mikið sjálfstætt og það besta sem þú gerir á árinu er akkúrat að finna allt það sjálfstæði og hugrekki sem þú getur. Heppnin mun fylgja þér í peningamálum, en þú skalt líka skoða vandlega hvað þú ætlar að gera við þau veraldlegu gæði sem þér áskotnast. Því að í þessum hraða getur svo margt gerst á einu augnabliki. Sumarið verður sveipað mýkt, mannlegri reisn, tengingu við Jörðina, náttúruna og dýrin og fólkið þitt. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir Íslendingar í stjörnumerkinu. Vísir
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira