Sundhöll Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2023 21:31 Útisvæði Sundhallar Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku ef allt gengur eftir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir að útilaugin og heitu pottarnir í Sundhöll Selfoss opni aftur en þar hefur verið lokað í að verða mánuði vegna skorts á heitu vatni. Verði áfram frosthörkur eða einhverjar bilanir komi upp gæti þurft að loka íþróttahúsunum og skólum líka í bæjarfélaginu. Ástandið hefur verið mjög sérstakt hjá Selfossveitum síðustu vikurnar vegna skorts á heitu vatni enda er unnið eftir sérstakri viðbragðsáætlun. Hiti var lækkaður í öllum skólum og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu, skrúfað var að mestu fyrir bræðsluna á gervigrasvellinum og íbúar hvattir til að spara heita vatnið eins mikið og kostur er. „Þetta er náttúrulega fordæmalaus staða að vera með svona mikið frost í langan tíma, ásamt mikilli vindkælingu, sem hefur verið slæmt fyrir veituna,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar aðspurður um ástandið á heita vatninu. Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útilaug Sundhallar Selfoss og heitu pottarnir og annað, sem er á útisvæðinu hefur nú verið lokað í að vera einn mánuð. Innilaugin er hins vegar opin. Hvenær reiknar Sveinn Ægir að útisvæðið verði opnað? „Ég myndi hugsa í fyrsta lagi í byrjun næstu viku ef að færi gefst. Við erum bara bundnir veðurspám og álagi á kerfinu.“ Það hefur verið rætt um þann möguleika að loka líka íþróttahúsunum á Selfossi en það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um það enn þá. „En það er næsti fasi í viðbragðsáætluninni ef að upp kæmi stór bilun eða einhver skaði á veitunni,“ segir Sveinn Ægir. En hvernig eru skrefin í viðbragðsáætlun Selfossveitna? „Fyrsta viðbragð er að hvetja íbúa til að spara heitt vatn og að lækka í snjóbræðslum og þess háttar. Annað viðbragð er svo að lækka í sundlauginni eða loka sundlauginni eins og við höfum þurft að gera og svo eru það íþróttahúsin og ef að allt færi á versta veg þá væri það að lækka í skólum eða loka skólum. Það er mjög langt í að það muni gerast,“ segir Sveinn Ægir enn fremur. Mikið álag hefur verið síðustu vikur á kerfi Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru margir orðnir óþreyjufullir að komast aftur í sund, meðal annars hún Sirrý, Sigríður Guðmundsdóttir á Selfossi, sem er einn af fastagestum laugarinnar klukkan 06:30 alla morgna. „Já, ég er búin að stunda Sundhöll Selfoss síðan rétt fyrir tvö þúsund og núna bara allt í einu fyrir jól, þá var bara ekkert vatn og bara tómt vesen og maður fær ekki að hitta félaga sína, það finnst mér alveg synd, ég sakna þeirra mest,” segir Sirrý. Sigríður S. Guðmundsdóttir, Sirrý á Selfossi, sem saknar þess mikið að komast ekki í sund á morgnanna og hitta sundfélaga sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veður Sundlaugar Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Ástandið hefur verið mjög sérstakt hjá Selfossveitum síðustu vikurnar vegna skorts á heitu vatni enda er unnið eftir sérstakri viðbragðsáætlun. Hiti var lækkaður í öllum skólum og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu, skrúfað var að mestu fyrir bræðsluna á gervigrasvellinum og íbúar hvattir til að spara heita vatnið eins mikið og kostur er. „Þetta er náttúrulega fordæmalaus staða að vera með svona mikið frost í langan tíma, ásamt mikilli vindkælingu, sem hefur verið slæmt fyrir veituna,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar aðspurður um ástandið á heita vatninu. Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útilaug Sundhallar Selfoss og heitu pottarnir og annað, sem er á útisvæðinu hefur nú verið lokað í að vera einn mánuð. Innilaugin er hins vegar opin. Hvenær reiknar Sveinn Ægir að útisvæðið verði opnað? „Ég myndi hugsa í fyrsta lagi í byrjun næstu viku ef að færi gefst. Við erum bara bundnir veðurspám og álagi á kerfinu.“ Það hefur verið rætt um þann möguleika að loka líka íþróttahúsunum á Selfossi en það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um það enn þá. „En það er næsti fasi í viðbragðsáætluninni ef að upp kæmi stór bilun eða einhver skaði á veitunni,“ segir Sveinn Ægir. En hvernig eru skrefin í viðbragðsáætlun Selfossveitna? „Fyrsta viðbragð er að hvetja íbúa til að spara heitt vatn og að lækka í snjóbræðslum og þess háttar. Annað viðbragð er svo að lækka í sundlauginni eða loka sundlauginni eins og við höfum þurft að gera og svo eru það íþróttahúsin og ef að allt færi á versta veg þá væri það að lækka í skólum eða loka skólum. Það er mjög langt í að það muni gerast,“ segir Sveinn Ægir enn fremur. Mikið álag hefur verið síðustu vikur á kerfi Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru margir orðnir óþreyjufullir að komast aftur í sund, meðal annars hún Sirrý, Sigríður Guðmundsdóttir á Selfossi, sem er einn af fastagestum laugarinnar klukkan 06:30 alla morgna. „Já, ég er búin að stunda Sundhöll Selfoss síðan rétt fyrir tvö þúsund og núna bara allt í einu fyrir jól, þá var bara ekkert vatn og bara tómt vesen og maður fær ekki að hitta félaga sína, það finnst mér alveg synd, ég sakna þeirra mest,” segir Sirrý. Sigríður S. Guðmundsdóttir, Sirrý á Selfossi, sem saknar þess mikið að komast ekki í sund á morgnanna og hitta sundfélaga sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veður Sundlaugar Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira