Innlent

Skilaboð send til 30 þúsund notenda Sportabler

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Markús Máni Michaelsson Maute framkvæmdastjóri Sportabler og Andri Fannar Stefánsson starfsmaður Sportabler.
Markús Máni Michaelsson Maute framkvæmdastjóri Sportabler og Andri Fannar Stefánsson starfsmaður Sportabler. sportabler

30 þúsund notendur smáforritsins Sportabler fengu meldingu í morgun um að brotist hafi verið inn á reikning þeirra og persónuupplýsingum stolið. Öryggisrannsókn Sportabler hefur leitt í ljós að engum persónuupplýsingum notenda hafi verið stolið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sportabler. Þar segir að eftir ítarlega greiningu á kerfi þeirra hafi ekki fundist nein ummerki þess að „brotist hafi verið inn í Sportabler kerfið sjálft eða að aðilar hafi komist yfir notendagögn.“ Um sé að ræða einangrað atvik og að notendur þurfi ekki að bregðast sérstaklega við vegna þessa atviks.

Einungis fengu notendur forritsins sem nota Android-síma tilkynningu, eða um 30 þúsund notendur eins og áður segir. 

Fram kemur í tilkynningu að Sportabler hafi óvirkjað tilkynningarþjónustu tímabundið á meðan verið var að fara yfir öryggisferla. „Það gleður okkur því að tilkynna að tilkynningarþjónustan hefur verið virkjuð að nýju og Sportabler starfar eins og vanalega,“ segir í tilkynningu.

Sportabler er forrit sem þúsundir foreldra hérlendis nota og er ætlað að hjálpa íþróttafélögum að skipuleggja starf sitt, taka við greiðslum og skráningum og auðvelda samskipti milli þjálfara og foreldra.


Tengdar fréttir

Brotist inn í til­kynningar­þjónustu Sporta­bler

Fjölmargir notendur smáforritsins Sportabler hafa fengið meldingu í morgun um að brotist hafi verið inn á reikning þeirra og persónuupplýsingum stolið. Reikningsupplýsingar eru ekki sagðar vera í hættu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×