Lífið

Fjölgun í Jenner fjöl­skyldunni á nýju ári

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Brody Jenner og Tia Blanco eiga von á barni.
Brody Jenner og Tia Blanco eiga von á barni. getty/Paul Archuleta-JB Lacroix

Raunveruleikastjarnan Brody Jenner, bróðir þeirra Kylie og Kendall Jenner, á von á sínu fyrsta barni með kærustu sinni Tiu Blanco.

Brody er sonur Caitlyn Jenner og Lindu Thompson. Caitlyn giftist Kris Jenner þegar Brody var átta ára gamall og voru þær giftar í tuttugu og tvö ár. Brody var því hluti af Kardashian fjölskyldunni í langan tíma og er enn í dag.

Brody kom fram í þáttunum Keeping Up With The Kardashians og sló einnig í gegn í þáttunum The Hills. Hann hefur átt kærustur á borð við Kristin Cavallari, Kaitlynn Carter og Avril Lavigne.

Hann byrjaði svo með núverandi kærustu sinni, brimbrettakempunni Tiu Blanco, síðasta vor. Á nýársdag tilkynntu þau að þau ættu von á sínu fyrsta barni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×