Sport

Dag­skráin í dag: Hamingjan er hér og Dončić mætir LeBron

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hamingjan_er_her_large

Hamingjan er hér eru nýir heimildaþættir frá Stöð 2 Sport um sögu körfuboltaliðs Þórs Þorlákshafnar. Fyrri þátturinn af tveimur er á dagskrá í kvöld. Þá sýnum við beint frá stórleik í NBA deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 20.00 er þátturinn Hamingjan er hér á dagskrá. Í tveimur þáttum verður farið yfir sögu Þórs frá stofnun félagsins 1991 og þar til það varð Íslandsmeistari þrjátíu árum seinna.  Seinni þátturinn verður svo sýndur á nýársdag.

Um þátt kvöldsins: Árið 1991 er ákveðið að stofna körfuknattleiksdeild í Þorlákshöfn og hafa stofnendur háleit markmið og stóra drauma. Farið verður yfir sögu félagsins frá stofnun og fram til 2020 er Covid-19 faraldurinn stöðvar íslenskar íþróttir. Einnig er liðinu fylgt eftir til Kósóvó haustið 2022 þar sem Þór hefur þátttöku í Evrópukeppni félagsliða.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.30 hefst leikur Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers í NBA deildinni. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og þurfa nauðsynlega á sigri að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×