Ljótasta nýbygging landsins er á Hallgerðargötu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. desember 2022 18:45 Hallgerðargata 13 var valin ljótasta nýbygging ársins. Arkitektúruppreisnin Húsið við Hallgerðargötu 13 hefur verið valið ljótasta nýbygging ársins 2022. Samtökin Arktektúruppreisnin stóðu fyrir kosningunni. Í sömu kosningu var Móberg á Selfossi valið fallegasta nýbygging ársins. Arkitektúruppreisnin er alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Árið 2016 héldu samtökin þar í landi fyrst kosningar um fallegustu og ljótustu nýbyggingu landsins og skömmu síðar hófu Danir, Finnar og Norðmenn að vera með svipaðar kosningar. Þrjú þúsund manns tóku þátt Þórhallur Bjarni Björnsson, meðlimur Arkitektúruppreisnarinnar á Íslandi, segir að kosningin hafi verið haldin hér á landi í annað skiptið í ár. Um þrjú þúsund manns tóku þátt í kosningu um hvaða hús ættu að hljóta annars vegar Heiðursverðlaun Arkitektúruppreisnarinnar sem fara til fallegustu nýbyggingarinnar og hins vegar Skelfingar medalíuna sem fer til ljótustu nýbyggingarinnar. „Þetta gekk mjög vel. Þetta er alltaf að stækka. Þetta er annað árið sem við blásum til kosninga. Fyrsta árið var meira tilraunakosning,“ segir Þórhallur Bjarni í samtali við fréttastofu. Fallegasta nýbyggingin í ár er Móberg á Selfossi. Þar er starfrækt hjúkrunarheimili og hlaut byggingin 54,2 prósent atkvæða í kosningunum. Í öðru sæti var Hverfisgata 88 með sextán prósent atkvæða og í þriðja sæti var Hotel Reykjavík Saga með 11,3 prósent atkvæða en báðar byggingar eru í Reykjavík. Móberg á Selfossi var valin fallegasta nýbygging ársins.Arkitektúruppreisnin Ljótasta nýbyggingin í ár, og þar með handhafi Skelfingar medalíunnar, er Hallgerðargata 13 í Reykjavík. Í öðru sæti var Hringhamar 7 í Hafnarfirði og í þriðja sæti Álalækur 1-3 á Selfossi. Arkitektúr Reykjavík Tengdar fréttir Greiða atkvæði um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins Hópurinn Arkitektúruppreisnin stendur fyrir kosningu um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins. Að sögn hópsins eru þetta fyrstu arkitektúrverðlaunin á Íslandi þar sem almenningur stjórnar hver sigrar. 11. desember 2022 13:27 Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira
Arkitektúruppreisnin er alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Árið 2016 héldu samtökin þar í landi fyrst kosningar um fallegustu og ljótustu nýbyggingu landsins og skömmu síðar hófu Danir, Finnar og Norðmenn að vera með svipaðar kosningar. Þrjú þúsund manns tóku þátt Þórhallur Bjarni Björnsson, meðlimur Arkitektúruppreisnarinnar á Íslandi, segir að kosningin hafi verið haldin hér á landi í annað skiptið í ár. Um þrjú þúsund manns tóku þátt í kosningu um hvaða hús ættu að hljóta annars vegar Heiðursverðlaun Arkitektúruppreisnarinnar sem fara til fallegustu nýbyggingarinnar og hins vegar Skelfingar medalíuna sem fer til ljótustu nýbyggingarinnar. „Þetta gekk mjög vel. Þetta er alltaf að stækka. Þetta er annað árið sem við blásum til kosninga. Fyrsta árið var meira tilraunakosning,“ segir Þórhallur Bjarni í samtali við fréttastofu. Fallegasta nýbyggingin í ár er Móberg á Selfossi. Þar er starfrækt hjúkrunarheimili og hlaut byggingin 54,2 prósent atkvæða í kosningunum. Í öðru sæti var Hverfisgata 88 með sextán prósent atkvæða og í þriðja sæti var Hotel Reykjavík Saga með 11,3 prósent atkvæða en báðar byggingar eru í Reykjavík. Móberg á Selfossi var valin fallegasta nýbygging ársins.Arkitektúruppreisnin Ljótasta nýbyggingin í ár, og þar með handhafi Skelfingar medalíunnar, er Hallgerðargata 13 í Reykjavík. Í öðru sæti var Hringhamar 7 í Hafnarfirði og í þriðja sæti Álalækur 1-3 á Selfossi.
Arkitektúr Reykjavík Tengdar fréttir Greiða atkvæði um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins Hópurinn Arkitektúruppreisnin stendur fyrir kosningu um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins. Að sögn hópsins eru þetta fyrstu arkitektúrverðlaunin á Íslandi þar sem almenningur stjórnar hver sigrar. 11. desember 2022 13:27 Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira
Greiða atkvæði um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins Hópurinn Arkitektúruppreisnin stendur fyrir kosningu um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins. Að sögn hópsins eru þetta fyrstu arkitektúrverðlaunin á Íslandi þar sem almenningur stjórnar hver sigrar. 11. desember 2022 13:27