Heiðrar sínar fyrrverandi: Ber demant fyrir hvert bónorð sem aldrei varð Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. desember 2022 12:31 Tónlistarmaðurinn Drake sýndi á dögunum afar athyglisvert hálsmen. Getty/Prince Williams Tónlistarmaðurinn Drake heiðrar sínar fyrrverandi ástkonur á afar frumlegan hátt. Á dögunum sýndi hann hálsmen sem samanstendur af hvorki meira né minna en fjörutíu og tveimur demöntum - Einn fyrir hvert skipti sem hann hefur langað til þess að biðja konu um að giftast sér. „Þetta er eitthvað rosalegasta hálsmen sem maður hefur séð,“ segir Hollywood spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. Tónlistarmaðurinn bar hálsmenið þegar hann kom fram á afmælistónleikum Lil Baby and Friends í Atlanta nú á dögunum. Það var skartgripahönnuðurinn Alex Moss sem smíðaði gripinn fyrir Drake. Hálsmenið ber nafnið „Previous Engagements“ og er hvorki meira né minna en 351,38 karöt. Það er gert úr fjörutíu og tveimur trúlofunarhringum sem tákna hvert bónorð sem hann aldrei bar upp. View this post on Instagram A post shared by AMNY (@alexmoss) Moss sýndi gripinn á Instagram þar sem hann skrifaði: „Fyrir öll skiptin sem hann hugsaði um að gera það en gerði það ekki.“ Drake átti lengi vel í ástarsambandi við tónlistarkonuna Rihönnu. Þá hefur hann verið orðaður við konur á borð við Jennifer Lopez, Sophie Brussaux og Kylie Jenner. Birta Líf veltir fyrir sér hvort þetta séu fjörutíu og tvær konur sem Drake hefur langað til að biðja í gegnum tíðina eða hvort honum hafi langað til að biðja sömu konunnar svona oft. „Var hann bara að gefa okkur his bodycount?,“ spyr hún. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Brennslan Hollywood Tengdar fréttir Instagram reikningi Britney lokað eftir háværar samsæriskenningar Aðdáendur poppprinsessunnar Britney Spears eru áhyggjufullir og hafa ýmsar skrautlegar samsæriskenningar skotið upp kollinum síðustu vikur. Sú samsæriskenning sem er hvað háværust er að söngkonan sé í raun lokuð inni á geðdeild og að eiginmaður hennar, Sam Asghari, sé með staðgengil fyrir hana sem kemur fram á samfélagsmiðlum. Hollywood spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. 13. desember 2022 14:30 Bæði á lausu og fingurkoss á tónleikum gerði allt vitlaust Kendall Jenner sást á tónleikum fyrrverandi kærasta síns Harry Styles á dögunum. Allt ætlaði um koll að keyra á TikTok þegar myndband fór í dreifingu af honum að senda henni fingurkoss í miðju „Love of My Life“ lagi. Í vikunni komu fréttir af sambandsslitum í samböndum þeirra beggja. 22. nóvember 2022 10:48 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
„Þetta er eitthvað rosalegasta hálsmen sem maður hefur séð,“ segir Hollywood spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. Tónlistarmaðurinn bar hálsmenið þegar hann kom fram á afmælistónleikum Lil Baby and Friends í Atlanta nú á dögunum. Það var skartgripahönnuðurinn Alex Moss sem smíðaði gripinn fyrir Drake. Hálsmenið ber nafnið „Previous Engagements“ og er hvorki meira né minna en 351,38 karöt. Það er gert úr fjörutíu og tveimur trúlofunarhringum sem tákna hvert bónorð sem hann aldrei bar upp. View this post on Instagram A post shared by AMNY (@alexmoss) Moss sýndi gripinn á Instagram þar sem hann skrifaði: „Fyrir öll skiptin sem hann hugsaði um að gera það en gerði það ekki.“ Drake átti lengi vel í ástarsambandi við tónlistarkonuna Rihönnu. Þá hefur hann verið orðaður við konur á borð við Jennifer Lopez, Sophie Brussaux og Kylie Jenner. Birta Líf veltir fyrir sér hvort þetta séu fjörutíu og tvær konur sem Drake hefur langað til að biðja í gegnum tíðina eða hvort honum hafi langað til að biðja sömu konunnar svona oft. „Var hann bara að gefa okkur his bodycount?,“ spyr hún. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni.
Brennslan Hollywood Tengdar fréttir Instagram reikningi Britney lokað eftir háværar samsæriskenningar Aðdáendur poppprinsessunnar Britney Spears eru áhyggjufullir og hafa ýmsar skrautlegar samsæriskenningar skotið upp kollinum síðustu vikur. Sú samsæriskenning sem er hvað háværust er að söngkonan sé í raun lokuð inni á geðdeild og að eiginmaður hennar, Sam Asghari, sé með staðgengil fyrir hana sem kemur fram á samfélagsmiðlum. Hollywood spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. 13. desember 2022 14:30 Bæði á lausu og fingurkoss á tónleikum gerði allt vitlaust Kendall Jenner sást á tónleikum fyrrverandi kærasta síns Harry Styles á dögunum. Allt ætlaði um koll að keyra á TikTok þegar myndband fór í dreifingu af honum að senda henni fingurkoss í miðju „Love of My Life“ lagi. Í vikunni komu fréttir af sambandsslitum í samböndum þeirra beggja. 22. nóvember 2022 10:48 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Instagram reikningi Britney lokað eftir háværar samsæriskenningar Aðdáendur poppprinsessunnar Britney Spears eru áhyggjufullir og hafa ýmsar skrautlegar samsæriskenningar skotið upp kollinum síðustu vikur. Sú samsæriskenning sem er hvað háværust er að söngkonan sé í raun lokuð inni á geðdeild og að eiginmaður hennar, Sam Asghari, sé með staðgengil fyrir hana sem kemur fram á samfélagsmiðlum. Hollywood spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. 13. desember 2022 14:30
Bæði á lausu og fingurkoss á tónleikum gerði allt vitlaust Kendall Jenner sást á tónleikum fyrrverandi kærasta síns Harry Styles á dögunum. Allt ætlaði um koll að keyra á TikTok þegar myndband fór í dreifingu af honum að senda henni fingurkoss í miðju „Love of My Life“ lagi. Í vikunni komu fréttir af sambandsslitum í samböndum þeirra beggja. 22. nóvember 2022 10:48