Innlent

Tveir fengu tíu milljónir

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Miðahafar skipta með sér 156 milljónum í desemberútdrættinum.
Miðahafar skipta með sér 156 milljónum í desemberútdrættinum. Vísir/Vilhelm

Tveir ljónheppnir miðahafar hlutu tíu milljónir hvor í Happdrætti Háskóla Íslands. Dregið var út fyrr í kvöld.

Vinningarnir voru dregnir út í svokallaðri milljónaveltu í útdrætti desembermánaðar. Þá fengu tveir til viðbótar hæsta vinning í aðalútdrætti. Annar þeirra átti tvöfaldan miða og fékk því tíu milljónir fyrir en hinn fær fimm milljónir á einfaldan miða.

Sjö miðaeigendur fengu eina milljón hver og sextán miðaeigendur fengu hálfa milljón á mann. Vinningshafar í desember skipta með sér samtals 156 milljónum, að því er fram kemur í tilkynningu frá HHÍ.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×