Meðlimur BTS hefur herþjálfun Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. desember 2022 10:52 Borðar með andliti Jin buðu hann velkominn á herstöðina í Yeoncheon. Getty/Chung Sung-Jun Hinn þrjátíu ára gamli Jin, elsti meðlimur suður-kóresku K-pop sveitarinnar hefur nú hafið herþjálfun þar í landi. Jin er fyrsti meðlimur sveitarinnar til þess að hefja þjálfun í kjölfar herkvaðningar. Getgátur höfðu verið uppi um það að meðlimir sveitarinnar myndu ekki vera kvaddir í herinn vegna frægðar og vinsælda. Þær sögusagnir reyndust á endanum ekki vera á rökum reistar og varð niðurstaða í málinu ljós í október síðastliðnum. Samkvæmt suður-kóreskum lögum þurfa allir karlmenn á aldrinum 18 til 28 að ára sinna átján mánaða herskyldu áður en þeir verða 28 ára. Árið 2020 fór lagabreyting í gegn hjá suður-kóreska þinginu sem gerði frægum tónlistarmönnum kleift að fresta uppfyllingu herskyldu sinnar um tvö ár eða þar til þeir yrðu þrítugir. Samkvæmt umfjöllun CNN hefur Jin nú verið færður á herstöðina Yeoncheon sem er minna en 16 kílómetrum frá þeirri afmörkun sem skilur að norður og suður-kóreu. Aðdáendur stjörnunnar ásamt fjölmörgum fulltrúm fjölmiðla hafi mætt við herstöðina til þess að gera tilraun til þess að sjá Jin. Þar hafi mátt sjá borða sem settir hafi verið upp til þess að bjóða hann, sem og aðra nýliða, velkomna. Í október kom fram að allir meðlimir BTS sveitarinnar skyldu nú bráðlega heiðra skyldu sína gagnvart hernum. Sveitin muni svo koma saman á ný þegar þeir hafi allir uppfyllt þau skilyrði herkvaðningar. Suður-Kórea Tónlist Hernaður Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Getgátur höfðu verið uppi um það að meðlimir sveitarinnar myndu ekki vera kvaddir í herinn vegna frægðar og vinsælda. Þær sögusagnir reyndust á endanum ekki vera á rökum reistar og varð niðurstaða í málinu ljós í október síðastliðnum. Samkvæmt suður-kóreskum lögum þurfa allir karlmenn á aldrinum 18 til 28 að ára sinna átján mánaða herskyldu áður en þeir verða 28 ára. Árið 2020 fór lagabreyting í gegn hjá suður-kóreska þinginu sem gerði frægum tónlistarmönnum kleift að fresta uppfyllingu herskyldu sinnar um tvö ár eða þar til þeir yrðu þrítugir. Samkvæmt umfjöllun CNN hefur Jin nú verið færður á herstöðina Yeoncheon sem er minna en 16 kílómetrum frá þeirri afmörkun sem skilur að norður og suður-kóreu. Aðdáendur stjörnunnar ásamt fjölmörgum fulltrúm fjölmiðla hafi mætt við herstöðina til þess að gera tilraun til þess að sjá Jin. Þar hafi mátt sjá borða sem settir hafi verið upp til þess að bjóða hann, sem og aðra nýliða, velkomna. Í október kom fram að allir meðlimir BTS sveitarinnar skyldu nú bráðlega heiðra skyldu sína gagnvart hernum. Sveitin muni svo koma saman á ný þegar þeir hafi allir uppfyllt þau skilyrði herkvaðningar.
Suður-Kórea Tónlist Hernaður Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira