Instagram reikningi Britney lokað eftir háværar samsæriskenningar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. desember 2022 14:30 Samsærissinnar hafa áhyggjur af söngkonunni Britney Spears. Aðdáendur poppprinsessunnar Britney Spears eru áhyggjufullir og hafa ýmsar skrautlegar samsæriskenningar skotið upp kollinum síðustu vikur. Sú samsæriskenning sem er hvað háværust er að söngkonan sé í raun lokuð inni á geðdeild og að eiginmaður hennar, Sam Asghari, sé með staðgengil fyrir hana sem kemur fram á samfélagsmiðlum. Hollywood spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. „Þetta byrjaði um daginn þegar Britney átti afmæli. Þá var Sam, maðurinn hennar, með eitthvað svaka reel á Instagram þar sem hann var að undirbúa afmælið hennar og hann var eitthvað pínu off, ef maður horfir á þetta þá er eitthvað skrítið,“ segir Birta Líf. „Svo fer hann og lætur hana hafa gjafirnar hennar uppi í rúmi og hún er veik þannig það sést ekki í hana. Svo allt í einu eru þau á leiðinni út að borða á Nobu og hún er svona í bakgrunni og það er eins og þetta sé ekkert Britney, en hann heldur því fram að þetta sé hún.“ @yourbestfriendjoshua Did anyone else find the video of Sam singing happy birthday to Britney Spears VERY strange ? #britneyspears original sound - Joshua Pingley Líkaminn, röddin og tennurnar öðruvísi en venjulega „Svo ef þið kafið djúpt í þetta þá er hægt að sjá myndir á Instagram, hjá honum sérstaklega, þar sem hann er kannski haldandi á henni inni í ræktinni og þetta lítur ekkert út eins og Britney.“ Hér að neðan má sjá umrædda mynd. Samsærissinni á TikTok tekur undir orð Birtu og vísar meðal annars til þess að líkami konunnar á myndinni sé gjörólíkur líkama Britney. @britneys_not_free_backup #britneysnotfree #britneyspears #britneyisnotfree #freebritney #wheresbritney #freebritneyspears #freebritneynow ##freebritney2022 #justiceforbritney #freebritney2020 #freebritneymovement He Don't Love Me - Winona Oak Þá eru önnur atriði sem aðdáendur hafa komið auga á, eins og fæðingarblettir, húðflúr og skarð á milli framtannanna, sem vekja grunsemdir. Þá hefur söngkonan ekki sést á almannafæri í langan tíma. Sam, eiginmaður Britney, var í beinni útsendingu á Instagram síðu sinni um daginn og var Britney við hlið hans á meðan. Í myndbandinu spjallaði Sam við eiginkonu sína en það sást þó aldrei í andlit hennar. Þá þótti röddin á myndbandinu jafnframt gjörólík rödd Britney. „Þetta er alveg klikkuð kenning en þetta er áhugavert,“ segir Birta Líf. @teaspill_australia #britneyspears #tiktokdrama original sound - Teaspill_australia Instagram reikningnum lokað Athugasemdakerfi á Instagram síðu söngkonunnar er fullt af áhyggjufullum aðdáendum sem trúa því ekki að það sé hin raunverulega Birtney sem hefur birtst á samfélagsmiðlum síðustu vikur. Efni hennar á samfélagsmiðlum hefur lengi vakið athygli en hennar nýjasta efni þykir enn sérkennilegra. Þá hafa verið stofnuð myllumerki á borð við #FreeBritney2022 og #WhereIsBritney. Eftir að athugasemdakerfið fylltist af samsæriskenningum var Instagram reikningi söngkonunnar lokað. Hann hefur þó verið opnaður aftur. Perez Hilton hefur áhyggjur Slúðurkóngurinn Perez Hilton deildi myndbandi á TikTok fyrir tveimur dögum þar sem hann sagði fólki að láta Britney í friði í eitt skipti fyrir öll og hætta með þessar samsæriskenningar. Í morgun birti Hilton svo nýtt myndband þar sem honum virtist hafa snúist hugur. „Núna er Britney Spears farin að valda mér áhyggjum,“ sagði hann. Britney deildi myndbandi af sér í einkaþotu þar sem hún sagðist vera á leiðinni til New York. „Ef Britney fer til New York og sést ekki á almannafæri af ljósmyndurum eða aðdáendum, þá verð ég virkilega áhyggjufullur, “ sagði Hilton. @perezhiltonthinks If #BritneySpears isn t seen out in public here, then SOMETHING is definitely worrying! Coat of Many Colors - Dolly Parton Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Þar ræðir Birta Líf meðal annars um nýja þætti Harry Bretaprins og Meghan Markle. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Samfélagsmiðlar Brennslan Tengdar fréttir Britney fyrirgefur mömmu sinni ekki Söngkonan Britney Spears er ekki sátt við afsökunarbeiðnina sem móðir hennar skildi eftir undir mynd á Instagram miðli Britney. „Mamma taktu afsökunarbeiðnina þína og rí**u þér,“ sagði hún meðal annars. 6. október 2022 13:30 Britney biður þess að foreldrar sínir brenni í helvíti „Ég segi það hátt og stolt, ég bið þess að þið brennið bæði í helvíti,“ sagði söngkonan Britney Spears í færslu um foreldra sína á Instagram í gær. Britney er dugleg að deila hugsunum sínum með fylgjendum á miðlinum og segir það hjálpa sér andlega. 12. september 2022 17:30 Britney Spears lét allt flakka í nýju myndbandi Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í gær þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur, þó ekki sé vitað hve lengi það verður. 29. ágúst 2022 12:00 Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. 21. júlí 2022 23:36 Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd. 10. júní 2022 13:32 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
„Þetta byrjaði um daginn þegar Britney átti afmæli. Þá var Sam, maðurinn hennar, með eitthvað svaka reel á Instagram þar sem hann var að undirbúa afmælið hennar og hann var eitthvað pínu off, ef maður horfir á þetta þá er eitthvað skrítið,“ segir Birta Líf. „Svo fer hann og lætur hana hafa gjafirnar hennar uppi í rúmi og hún er veik þannig það sést ekki í hana. Svo allt í einu eru þau á leiðinni út að borða á Nobu og hún er svona í bakgrunni og það er eins og þetta sé ekkert Britney, en hann heldur því fram að þetta sé hún.“ @yourbestfriendjoshua Did anyone else find the video of Sam singing happy birthday to Britney Spears VERY strange ? #britneyspears original sound - Joshua Pingley Líkaminn, röddin og tennurnar öðruvísi en venjulega „Svo ef þið kafið djúpt í þetta þá er hægt að sjá myndir á Instagram, hjá honum sérstaklega, þar sem hann er kannski haldandi á henni inni í ræktinni og þetta lítur ekkert út eins og Britney.“ Hér að neðan má sjá umrædda mynd. Samsærissinni á TikTok tekur undir orð Birtu og vísar meðal annars til þess að líkami konunnar á myndinni sé gjörólíkur líkama Britney. @britneys_not_free_backup #britneysnotfree #britneyspears #britneyisnotfree #freebritney #wheresbritney #freebritneyspears #freebritneynow ##freebritney2022 #justiceforbritney #freebritney2020 #freebritneymovement He Don't Love Me - Winona Oak Þá eru önnur atriði sem aðdáendur hafa komið auga á, eins og fæðingarblettir, húðflúr og skarð á milli framtannanna, sem vekja grunsemdir. Þá hefur söngkonan ekki sést á almannafæri í langan tíma. Sam, eiginmaður Britney, var í beinni útsendingu á Instagram síðu sinni um daginn og var Britney við hlið hans á meðan. Í myndbandinu spjallaði Sam við eiginkonu sína en það sást þó aldrei í andlit hennar. Þá þótti röddin á myndbandinu jafnframt gjörólík rödd Britney. „Þetta er alveg klikkuð kenning en þetta er áhugavert,“ segir Birta Líf. @teaspill_australia #britneyspears #tiktokdrama original sound - Teaspill_australia Instagram reikningnum lokað Athugasemdakerfi á Instagram síðu söngkonunnar er fullt af áhyggjufullum aðdáendum sem trúa því ekki að það sé hin raunverulega Birtney sem hefur birtst á samfélagsmiðlum síðustu vikur. Efni hennar á samfélagsmiðlum hefur lengi vakið athygli en hennar nýjasta efni þykir enn sérkennilegra. Þá hafa verið stofnuð myllumerki á borð við #FreeBritney2022 og #WhereIsBritney. Eftir að athugasemdakerfið fylltist af samsæriskenningum var Instagram reikningi söngkonunnar lokað. Hann hefur þó verið opnaður aftur. Perez Hilton hefur áhyggjur Slúðurkóngurinn Perez Hilton deildi myndbandi á TikTok fyrir tveimur dögum þar sem hann sagði fólki að láta Britney í friði í eitt skipti fyrir öll og hætta með þessar samsæriskenningar. Í morgun birti Hilton svo nýtt myndband þar sem honum virtist hafa snúist hugur. „Núna er Britney Spears farin að valda mér áhyggjum,“ sagði hann. Britney deildi myndbandi af sér í einkaþotu þar sem hún sagðist vera á leiðinni til New York. „Ef Britney fer til New York og sést ekki á almannafæri af ljósmyndurum eða aðdáendum, þá verð ég virkilega áhyggjufullur, “ sagði Hilton. @perezhiltonthinks If #BritneySpears isn t seen out in public here, then SOMETHING is definitely worrying! Coat of Many Colors - Dolly Parton Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Þar ræðir Birta Líf meðal annars um nýja þætti Harry Bretaprins og Meghan Markle.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Samfélagsmiðlar Brennslan Tengdar fréttir Britney fyrirgefur mömmu sinni ekki Söngkonan Britney Spears er ekki sátt við afsökunarbeiðnina sem móðir hennar skildi eftir undir mynd á Instagram miðli Britney. „Mamma taktu afsökunarbeiðnina þína og rí**u þér,“ sagði hún meðal annars. 6. október 2022 13:30 Britney biður þess að foreldrar sínir brenni í helvíti „Ég segi það hátt og stolt, ég bið þess að þið brennið bæði í helvíti,“ sagði söngkonan Britney Spears í færslu um foreldra sína á Instagram í gær. Britney er dugleg að deila hugsunum sínum með fylgjendum á miðlinum og segir það hjálpa sér andlega. 12. september 2022 17:30 Britney Spears lét allt flakka í nýju myndbandi Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í gær þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur, þó ekki sé vitað hve lengi það verður. 29. ágúst 2022 12:00 Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. 21. júlí 2022 23:36 Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd. 10. júní 2022 13:32 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Britney fyrirgefur mömmu sinni ekki Söngkonan Britney Spears er ekki sátt við afsökunarbeiðnina sem móðir hennar skildi eftir undir mynd á Instagram miðli Britney. „Mamma taktu afsökunarbeiðnina þína og rí**u þér,“ sagði hún meðal annars. 6. október 2022 13:30
Britney biður þess að foreldrar sínir brenni í helvíti „Ég segi það hátt og stolt, ég bið þess að þið brennið bæði í helvíti,“ sagði söngkonan Britney Spears í færslu um foreldra sína á Instagram í gær. Britney er dugleg að deila hugsunum sínum með fylgjendum á miðlinum og segir það hjálpa sér andlega. 12. september 2022 17:30
Britney Spears lét allt flakka í nýju myndbandi Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í gær þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur, þó ekki sé vitað hve lengi það verður. 29. ágúst 2022 12:00
Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. 21. júlí 2022 23:36
Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd. 10. júní 2022 13:32
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“