Lífið

Britney ber á Instagram

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Britney birtir nýja myndasyrpu á Instagram.
Britney birtir nýja myndasyrpu á Instagram. AP/Chris Pizzello

Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum.

Í ágúst ákvað Britney að segja aðdáendum sínum af hverju hún birtir eins mikið og raun ber vitni af myndum sem þessum.

„Ég vil ekki endilega að þið sjáið spékoppinn á rassinum mínum, en ég mér líður eins og ég hafi orðið of meðvituð um líkamann minn þegar ég var að koma fram og það er ekki aðlaðandi,“ segir Britney

Nýja myndasyrpa Britney ætti því ekki að koma neinum á óvart en af myndatexta færslnanna að dæma skemmti hún sér vel við það að taka myndirnar. Hluta af myndunum frá Britney má sjá hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.