Lífið

Fiska­kallinn Guð­mundur á um 250 fiska­búr

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fiskarnir eru mörg þúsund sem Guðmundur á. 
Fiskarnir eru mörg þúsund sem Guðmundur á. 

Þættirnir Afbrigði eru í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Í síðasta þætti var fjallað um Íslendinga sem tengjast fiskum og ræktar, safnar og hugsar um fiska allan daginn. Guðmundur Sigurgeirsson er einn af þeim.

„Þetta er bara eitthvað við þeirra atferli, þeir lifa náttúrlega í vatni sem er ekki okkar heimur,“ segir Guðmundur.

„Svo eru þeir svo rosalega misjafnir, hvernig þeir fjölga sér, hvernig þeir lifa og hvað þeir gera,“ segir Guðmundur sem er einmitt kallaður Fiskakallinn.

„Þetta byrjaði þegar ég var krakki. Ég kom í hús þar sem það var lítið fiskabúr og þetta heillaði mig mjög mikið strax. Svo er þetta búið að vaxa mikið hjá mér og ég er í dag um um 250 búr,“ segir Guðmundur en hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Fiskakallinn Guðmundur á um 250 fiskabúr

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.