Hildigunnur fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2024 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. desember 2022 21:40 Hildigunnur Birgisdóttir verður fulltrúi Íslendinga á Feneyjatvíæringnum 2024 í myndlist. Aðsend Hildigunnur Birgisdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2024 en það verður í sextugasta sinn sem hann er haldinn. Þá slæst hún í hóp með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar og má þar nefna Jóhannes Kjarval, Ragnar Kjartansson, Hrafnhildi Arnardóttur, Rúrí og Egil Sæbjörnsson. Blaðamaður tók púlsinn á Hildigunni. „Þetta er dásamlegt og það er auðmjúk tilfinning sem fylgir því að hafa fengið að vera valin og fengið þetta tækifæri,“ segir Hildigunnur í samtali við blaðamann. Í fréttatilkynningu frá Icelandic Art Center segir meðal annars: „Tvíæringurinn er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann íslenska myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. Verk Hildigunnar Birgisdóttur, GDP (Gross Domestic Product), í Moskvu árið 2021. Þátttaka Íslands á Feneyjatvíæringnum hófst árið 1960. Myndlistarmiðstöð, áður nefnd Kyningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM), hefur líkt og undanfarin ár umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Allir aðilar Fulltrúaráðs Myndlistarmiðstöðvar fengu boð um að senda allt að þrjár tillögur að listamanni, sýningarstjóra eða sýningarhugmynd og bárust fjöldi hugmynda. Fagráð Myndlistarmiðstöðvar, auk tveggja gesta, fór yfir tillögur og valdi listamann úr þeim hópi.“ Réttur staður á réttri stundu „Eins og fyrirkomulagið er þá getur maður ekki beint stefnt að þessu og það er ekki alveg í eðli minnar myndlistar að selja sig mikið út og verða eitthvað heildar concept. Þetta er auðvitað eitthvað sem mann dreymir um í listnámi en er á sama tíma óraunverulegt. Þetta snýst svolítið um heppni og að vera á réttum stað á réttri stundu,“ segir Hildigunnur og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þetta hafi raðað sér svona saman.“ Hildigunnur Birgisdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og býr og starfar í Reykjavík. Á síðasta ári voru verk hennar á sýningum í Listasafni Reykjavíkur, listasafninu GES-2, sem rekið er af V-A-C Foundation í Moskvu og H2H í Aþenu. Verk hennar má meðal annars finna í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Nýlistasafnsins og European Patent Office. „Á marglaga ferli sínum hefur Hildigunnur rannsakað hugmyndir okkar um fegurð, notagildi, samhengi hlutanna og hvetur áhorfandann til að efast um jafnvægið á milli skynjunar og raunveruleika. Hún skoðar oft fáfengilega hluti á borð við takka lyklaborðs, plastklemmur og úðabrúsa, og er hver hlutur valinn út frá einfaldleika sínum eða tilvist. Verk Hildigunnar Friður/Peace. Með því að setja fram óskáldlega hluti í nýjum efnum og stærðum undirstrikar Hildigunnur kunnuglega eiginleika þeirra en samtímis því dregur hún notagildi þeirra í efa. Bjögunin undirstrikar skúlptúrískt gildi hinna upprunalegu hluta og fagnar fagurfræði þess sem fæstir gefa gaum,“ segir einnig í fréttatilkynningunni. Aðspurð hvað einkenni list hennar segir Hildigunnur: „Það sem ég vona allavega er að listin mín fari stundum ótroðnar slóðir og opinberi hugsun mannsins.“ Fagráðið í valferlinu skipuðu þau Starkaður Sigurðarson (f.h. SÍM), Auður Jörundsdóttir (forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar) og Harpa Þórsdóttir (f.h. listasafna). Gestir fagráðs voru Una Björg Magnúsdóttir og Sigurður Guðjónsson. Fulltrúaráð KÍM samanstendur af einum fulltrúa frá öllum viðurkenndum listasöfnum á Íslandi, Samtökum listamannarekinna myndlistarrýma, Myndstefi og fimm fulltrúum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Menning Myndlist Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Þetta er dásamlegt og það er auðmjúk tilfinning sem fylgir því að hafa fengið að vera valin og fengið þetta tækifæri,“ segir Hildigunnur í samtali við blaðamann. Í fréttatilkynningu frá Icelandic Art Center segir meðal annars: „Tvíæringurinn er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann íslenska myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. Verk Hildigunnar Birgisdóttur, GDP (Gross Domestic Product), í Moskvu árið 2021. Þátttaka Íslands á Feneyjatvíæringnum hófst árið 1960. Myndlistarmiðstöð, áður nefnd Kyningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM), hefur líkt og undanfarin ár umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Allir aðilar Fulltrúaráðs Myndlistarmiðstöðvar fengu boð um að senda allt að þrjár tillögur að listamanni, sýningarstjóra eða sýningarhugmynd og bárust fjöldi hugmynda. Fagráð Myndlistarmiðstöðvar, auk tveggja gesta, fór yfir tillögur og valdi listamann úr þeim hópi.“ Réttur staður á réttri stundu „Eins og fyrirkomulagið er þá getur maður ekki beint stefnt að þessu og það er ekki alveg í eðli minnar myndlistar að selja sig mikið út og verða eitthvað heildar concept. Þetta er auðvitað eitthvað sem mann dreymir um í listnámi en er á sama tíma óraunverulegt. Þetta snýst svolítið um heppni og að vera á réttum stað á réttri stundu,“ segir Hildigunnur og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þetta hafi raðað sér svona saman.“ Hildigunnur Birgisdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og býr og starfar í Reykjavík. Á síðasta ári voru verk hennar á sýningum í Listasafni Reykjavíkur, listasafninu GES-2, sem rekið er af V-A-C Foundation í Moskvu og H2H í Aþenu. Verk hennar má meðal annars finna í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Nýlistasafnsins og European Patent Office. „Á marglaga ferli sínum hefur Hildigunnur rannsakað hugmyndir okkar um fegurð, notagildi, samhengi hlutanna og hvetur áhorfandann til að efast um jafnvægið á milli skynjunar og raunveruleika. Hún skoðar oft fáfengilega hluti á borð við takka lyklaborðs, plastklemmur og úðabrúsa, og er hver hlutur valinn út frá einfaldleika sínum eða tilvist. Verk Hildigunnar Friður/Peace. Með því að setja fram óskáldlega hluti í nýjum efnum og stærðum undirstrikar Hildigunnur kunnuglega eiginleika þeirra en samtímis því dregur hún notagildi þeirra í efa. Bjögunin undirstrikar skúlptúrískt gildi hinna upprunalegu hluta og fagnar fagurfræði þess sem fæstir gefa gaum,“ segir einnig í fréttatilkynningunni. Aðspurð hvað einkenni list hennar segir Hildigunnur: „Það sem ég vona allavega er að listin mín fari stundum ótroðnar slóðir og opinberi hugsun mannsins.“ Fagráðið í valferlinu skipuðu þau Starkaður Sigurðarson (f.h. SÍM), Auður Jörundsdóttir (forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar) og Harpa Þórsdóttir (f.h. listasafna). Gestir fagráðs voru Una Björg Magnúsdóttir og Sigurður Guðjónsson. Fulltrúaráð KÍM samanstendur af einum fulltrúa frá öllum viðurkenndum listasöfnum á Íslandi, Samtökum listamannarekinna myndlistarrýma, Myndstefi og fimm fulltrúum Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Menning Myndlist Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira