Sport

Sýndu í­þrótta­konu af­klæðast í beinni út­sendingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pólska skíðagöngukonan Izabela Marcisz gagnrýndi mótshaldarana fyrir aðstöðuleysi.
Pólska skíðagöngukonan Izabela Marcisz gagnrýndi mótshaldarana fyrir aðstöðuleysi. Getty/Artur Widak

Norska sjónvarpsstöðin TV2 þótti sýna mikla óvarkárni í útsendingu sinni frá skíðagöngukeppni um helgina. Sjónvarpsstöðin kennir þó öðrum um.

TV2 var að sýna frá keppni í 10 kílómetra skíðagöngu kvenna.

Sjónvarpsáhorfendur fengu þá að sjá íþróttakonu afklæðast í beinni en pólska skíðakonan Izabela Marcisz var óvart í mynd þegar lýsendur keppninnar voru að ræða málin. Marcisz var að gera sig klára fyrir keppni með því að skipta yfir í keppnisgallann sinn.

Dagbladet í Noregi spurði hana sjálfa út í atvikið.

„Þetta var vandræðalegt fyrir mig,“ sagði hin pólska Izabela Marcisz.

Sportbladet

Marcisz ætlaði samt ekki að leika fórnarlambið. „Þetta er vissulega vandræðalegt fyrir mig en þetta er líka enn vandræðalegra fyrir skipuleggjendur keppninnar. Ég vona að þeir geri eitthvað í þessu,“ sagði Marcisz.

„Í Ruka þá erum við með stað til að skipta um föt en hér er óþægilegt að vera kona. Þegar þú þarft að skipta um föt þá þarftu að gera það. Þeir ættu að gera eitthvað í þessu því þetta var óþægilegt fyrir mig,“ sagði Marcisz.

„Þetta voru mistök. Það er mikið í gangi fyrir keppni en ég hélt þó ekki að það væri verið að mynda það,“ sagði Marcisz.

Dagbladet spurði TV2 út í myndatökuna og þeir sögðust hafa fylgt leiðbeiningu mótshaldara um staðsetningu hennar. „Þessar myndir áttu aldrei að fara í loftið en við vorum bara að fylgja skipulagi mótshaldara og alþjóðasambandsins,“ sagði Jan-Petter Dahl, talsmaður TV2.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.