Í þætti gærkvöldsins kynnti Ingileif sér fólk sem hefur óbilandi áhuga á bílum. Í þættinum ræddi hún við hinn átján ára gamla Fabian Dorozins sem keppir í því sem bílaáhugamenn kalla drifti.
„Ég var ekki kominn með bílpróf þegar ég byrjaði og á þessum tíma var keppni eftir tvo daga og á þessum tíma átti ég að fara í verklega bílprófið daginn eftir. Ég náði verklega prófinu og fór á driftæfingu sama dag. Svo fór ég á keppnina og vann keppnina með tveggja daga bílpróf. Síðan voru fjórar keppnir á árinu og ég vann þrjár af þeim og varð Íslandsmeistari.“
Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins þar sem er einnig rætt við hana Thelmu Rut sem var lengi vel eina driftkona landsins.