Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun á Akureyri Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 12:10 Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2020 barst lögreglunni tilkynning um aðila sem virtust vera að bera plöntur í sendiferðabifreiðvið íbúðarhús á Akureyri. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá ýmisskonar búnað til ræktunar og kannabisplöntur í opnum plastpokum fyrir utan íbúðina og inni í sendibifreiðinni. Þar hitti lögregla fyrir mann sem leigði herbergi í umræddri íbúð og sagðist hann hafa verið að flytja plönturnar úr íbúðinni í bifreiðina. Maðurinn var handtekinn og sömuleiðis sá sem sakfelldur var, en hann kvaðst þó aðeins hafa verið að aðstoða við að ferja „dót“. Í skýrslu sinni hjá lögreglu kvaðst leigjandinn hafa staðið að ræktuninni ásamt manninum og eiganda íbúðarinnar en eigandi íbúðarinnar viðurkenndi einnig aðild að málinu. Sambýliskona íbúðareigandans var sömuleiðis ákærð fyrir sína þáttöku í brotinu en þar sem ekkert lá fyrir um þátttöku hennar í ræktuninni var hún einungis sakfelld fyrir að hafa haft plönturnar í vörslum sínum. Þá var þáttur íbúðareigandans einkum talinn hafa falist í að leyfa ræktun í íbúð sinni. Framburður talinn ótrúverðugur Fyrir héraðsdómi sagði maðurinn að hann hefði tvisvar eða þrisvar komið að umhirðu kannabisplantnanna í íbúðinni og því vitað af ræktuninni þar. Einnig hefði hann lánað leigjandanum í íbúðinni peninga án þess að spyrja til hvers hann ætlaði að nota þá. Loks viðurkenndi hann að hafa aðstoðað leigjandann við flutning á „einhverju drasli“ í svörtum plastpokum úr íbúðinni og verið við þá iðju þegar lögreglu bar að. Auk þess hefði hann útvegað sendibifreið til flutninganna. Hann hélt því hins vegar fram að hann hefði ekki vitað hvað var í pokunum. Sá framburður þótti afar ótrúverðugur í ljósi þess að hann vissi af ræktuninni í íbúðinni. Í héraðsdómi var leigjandinn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Sambýliskona íbúðareigandans hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en íbúðareigandanum var ekki gerð sérstök refsins. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, en fram kemur í dómi héraðsdóms að hann eigi nokkurn sakaferil að baki. Með fyrrnefndu broti rauf hann skilyrði reynslulausnar. Í dómi Landsréttar voru færð rök fyrir því að framburður mannsins væri ótrúverðugur. Landsréttur taldi sannað að hann hefði staðið að brotinu ásamt hinum þremur sem sakfelld voru og var niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest. Hér má sjá dóm Landsréttar. Dómsmál Fíkniefnabrot Akureyri Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Forsaga málsins er sú að í nóvember 2020 barst lögreglunni tilkynning um aðila sem virtust vera að bera plöntur í sendiferðabifreiðvið íbúðarhús á Akureyri. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá ýmisskonar búnað til ræktunar og kannabisplöntur í opnum plastpokum fyrir utan íbúðina og inni í sendibifreiðinni. Þar hitti lögregla fyrir mann sem leigði herbergi í umræddri íbúð og sagðist hann hafa verið að flytja plönturnar úr íbúðinni í bifreiðina. Maðurinn var handtekinn og sömuleiðis sá sem sakfelldur var, en hann kvaðst þó aðeins hafa verið að aðstoða við að ferja „dót“. Í skýrslu sinni hjá lögreglu kvaðst leigjandinn hafa staðið að ræktuninni ásamt manninum og eiganda íbúðarinnar en eigandi íbúðarinnar viðurkenndi einnig aðild að málinu. Sambýliskona íbúðareigandans var sömuleiðis ákærð fyrir sína þáttöku í brotinu en þar sem ekkert lá fyrir um þátttöku hennar í ræktuninni var hún einungis sakfelld fyrir að hafa haft plönturnar í vörslum sínum. Þá var þáttur íbúðareigandans einkum talinn hafa falist í að leyfa ræktun í íbúð sinni. Framburður talinn ótrúverðugur Fyrir héraðsdómi sagði maðurinn að hann hefði tvisvar eða þrisvar komið að umhirðu kannabisplantnanna í íbúðinni og því vitað af ræktuninni þar. Einnig hefði hann lánað leigjandanum í íbúðinni peninga án þess að spyrja til hvers hann ætlaði að nota þá. Loks viðurkenndi hann að hafa aðstoðað leigjandann við flutning á „einhverju drasli“ í svörtum plastpokum úr íbúðinni og verið við þá iðju þegar lögreglu bar að. Auk þess hefði hann útvegað sendibifreið til flutninganna. Hann hélt því hins vegar fram að hann hefði ekki vitað hvað var í pokunum. Sá framburður þótti afar ótrúverðugur í ljósi þess að hann vissi af ræktuninni í íbúðinni. Í héraðsdómi var leigjandinn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Sambýliskona íbúðareigandans hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en íbúðareigandanum var ekki gerð sérstök refsins. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, en fram kemur í dómi héraðsdóms að hann eigi nokkurn sakaferil að baki. Með fyrrnefndu broti rauf hann skilyrði reynslulausnar. Í dómi Landsréttar voru færð rök fyrir því að framburður mannsins væri ótrúverðugur. Landsréttur taldi sannað að hann hefði staðið að brotinu ásamt hinum þremur sem sakfelld voru og var niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest. Hér má sjá dóm Landsréttar.
Dómsmál Fíkniefnabrot Akureyri Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?