Lífið

Irene Cara er látin

Árni Sæberg skrifar
Irene Cara er látin 63 ára að aldri.
Irene Cara er látin 63 ára að aldri. Jordin Althaus/Getty

Irene Cara, söngkonan sem gerði garðinn frægan með söng og leik í kvikmyndum á borð við Fame og Flashdance, er látin aðeins 63 ára að aldri.

Judith A. Moose, útgefandi hennar, greinir frá andlátinu á Twitter. Hún segir Cara hafa látist á heimili hennar og að dánarorsök liggi ekki fyrir að svo stöddu. 

„Hún var einstaklega hæfileikarík manneskja hverrar arfleifð mun lifa um ókomna tíð í gegnum tónlist hennar og kvikmyndir,“ segir hún.

Cara skaust upp á stjörnuhimininn árið 1980 þegar hún lék Coco Hernandez í söngleikjamyndinni Fame. Þar söng hún titillag myndarinnar, sem er fyrir löngu síðan orðið goðsagnakennt. Fyrir frammistöðu sína hlaut hún tvenn Grammy-verðlaun.

Þá hlaut hún Óskarsverðlaun árið 1983 fyrir besta frumsamda lagið, What A Feeling úr kvikmyndinni Flashdance. Hún hlaut einnig Grammy-verðlaun fyrir flutning sinn á laginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×