Ragga Ragnars fékk líflátshótanir eftir myndatökur í Yellowstone Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2022 16:14 Ragnheiður Ragnarsdóttir keppti í sundi á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikkona og fyrrverandi afreksmaður í sundi, fékk líflátshótanir frá notendum á Instagram eftir að hún baðst afsökunar á því að hafa gengið um hverasvæðið í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Unofficial Networks, bandarísk vefsíða sem fjallar um ferða- og fjallamennsku, vakti athygli á því fyrir tveimur vikum að Ragnheiður, oftast kölluð Ragga, hefði fengið að kenna á öskureiðum notendum Instagram sem stöldruðu við þá staðreynd að Ragga hefði birt myndi af sér á hverasvæðinu, þ.e. utan stíganna sem fólk á að nýta í þjóðgarðinum. Yellowstone er fyrsti af fjölmörgum þjóðgörðum í Bandaríkjunum og þekktastur fyrir virkt hverasvæði sitt. Líkt og í Haukadal geta gestir virt fyrir sér hveri af ýmsum tegundum. Og eins og í Haukadal eru ákveðin svæði sem fólk má ganga á og önnur sem fólk á að halda sig frá. Ragga, sem er stödd í Evrópu um þessar mundir, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Ýmislegt hefði komið fram varðandi málið sem væri ekki rétt að hennar sögn. Hún vildi þó ekki skýra í hverju rangfærslurnar fælust. Ragga er í fámennum hópi Íslendinga með yfir hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Slíkum fjölda fylgja augljóslega líka vandkvæði því hluti fylgjendanna stökk upp til handa og fóta þar sem þeir bentu á að Ragga hefði gerst brotleg við reglur þjóðgarðsins. Eitt af fjölmörgum hverasvæðum í Yellowstone.Getty/Philippe Sainte-Laudy Ragga eyddi upphaflegu myndinni af Instagram og baðst afsökunar á hegðun sinni í nýrri færslu á miðlinum. Í framhaldi virðist henni hafa borist líflátshótanir því hún skrifaði, í þriðju færslu sinni, á ensku: „Eyddi færslunni með afsökunarbeiðninni um leið og ég fékk líflátshótanir! Ég geri mér grein fyrir því að ég gerði mistök og mér þykir það leitt! Það var aldrei ætlan mín að vanvirða náttúruna! Elska ykkur öll,“ sagði Ragga í færslu á dögunum. Mbl.is birti skjáskot af færslunni í dag. Ragga var gestur í Einkalífinu á Vísi fyrir tveimur árum. CNN greindi frá því í ágúst í fyrra að 26 ára kona hefði verið dæmd í sjö daga fangelsi fyrir að ganga á hverasvæðinu í þjóðgarðinum. „Þótt saksókn í slíku máli virðist hörð refsing þá er það betra en að vera lagður inn á spítala með brunasár,“ sagði saksóknari í því máli. Talsmaður Yellowstone benti til viðbótar á að jarðvegurinn í þjóðgarðinum væri viðkvæmur og heitt vatn undir yfirborðinu gæti valdið lífshættulegum brunasárum. Á þriðja tug manna hafa látist af völdum brunasára í Yellowstone. Auk fangelsisrefsingar var konan dæmd til að greiða jafnvirði á þriðja hundrað þúsund krónur í sekt. Þá var hún bönnuð frá því að heimsækja á meðan hún væri á skilorði. Íslendingar erlendis Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Unofficial Networks, bandarísk vefsíða sem fjallar um ferða- og fjallamennsku, vakti athygli á því fyrir tveimur vikum að Ragnheiður, oftast kölluð Ragga, hefði fengið að kenna á öskureiðum notendum Instagram sem stöldruðu við þá staðreynd að Ragga hefði birt myndi af sér á hverasvæðinu, þ.e. utan stíganna sem fólk á að nýta í þjóðgarðinum. Yellowstone er fyrsti af fjölmörgum þjóðgörðum í Bandaríkjunum og þekktastur fyrir virkt hverasvæði sitt. Líkt og í Haukadal geta gestir virt fyrir sér hveri af ýmsum tegundum. Og eins og í Haukadal eru ákveðin svæði sem fólk má ganga á og önnur sem fólk á að halda sig frá. Ragga, sem er stödd í Evrópu um þessar mundir, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Ýmislegt hefði komið fram varðandi málið sem væri ekki rétt að hennar sögn. Hún vildi þó ekki skýra í hverju rangfærslurnar fælust. Ragga er í fámennum hópi Íslendinga með yfir hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Slíkum fjölda fylgja augljóslega líka vandkvæði því hluti fylgjendanna stökk upp til handa og fóta þar sem þeir bentu á að Ragga hefði gerst brotleg við reglur þjóðgarðsins. Eitt af fjölmörgum hverasvæðum í Yellowstone.Getty/Philippe Sainte-Laudy Ragga eyddi upphaflegu myndinni af Instagram og baðst afsökunar á hegðun sinni í nýrri færslu á miðlinum. Í framhaldi virðist henni hafa borist líflátshótanir því hún skrifaði, í þriðju færslu sinni, á ensku: „Eyddi færslunni með afsökunarbeiðninni um leið og ég fékk líflátshótanir! Ég geri mér grein fyrir því að ég gerði mistök og mér þykir það leitt! Það var aldrei ætlan mín að vanvirða náttúruna! Elska ykkur öll,“ sagði Ragga í færslu á dögunum. Mbl.is birti skjáskot af færslunni í dag. Ragga var gestur í Einkalífinu á Vísi fyrir tveimur árum. CNN greindi frá því í ágúst í fyrra að 26 ára kona hefði verið dæmd í sjö daga fangelsi fyrir að ganga á hverasvæðinu í þjóðgarðinum. „Þótt saksókn í slíku máli virðist hörð refsing þá er það betra en að vera lagður inn á spítala með brunasár,“ sagði saksóknari í því máli. Talsmaður Yellowstone benti til viðbótar á að jarðvegurinn í þjóðgarðinum væri viðkvæmur og heitt vatn undir yfirborðinu gæti valdið lífshættulegum brunasárum. Á þriðja tug manna hafa látist af völdum brunasára í Yellowstone. Auk fangelsisrefsingar var konan dæmd til að greiða jafnvirði á þriðja hundrað þúsund krónur í sekt. Þá var hún bönnuð frá því að heimsækja á meðan hún væri á skilorði.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira