Forseti Íslands greip spreybrúsann og stækkaði verkefnið um helming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2022 11:53 Guðni með spreybrúsann á lofti. Haraldur þykist vera hissa en um leikþátt þeirra félaga var að ræða. Vísir/Vilhelm „Ég var drullustressaður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á viðburði í Mjódd í dag. Þar var því fagnað að þrjú hundruð römpum hefur verið komið upp um landið í átaksverkefninu Römpum upp Ísland. Hann minnti á að fólk þurfi bæði að hafa vaðið fyrir neðan sig og sömuleiðis rampinn fyrir neðan sig. Fólk um allt land treysti á rampa til að geta verið þátttakendur í samfélaginu. Farið í bíó, farið í leikhús og einfaldlega farið í heimsóknir hingað og þangað. Römpum upp Ísland er verkefni sem miðaði að því að setja upp eitt þúsund rampa á næstu fjórum árum. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Með römpunum er öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda á landinu öllu. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Guðni og Haraldur settu á svið leikþátt í dag þar sem lagt var upp með að markmiðið væri þúsund rampar. Guðni staldraði við það. „Af hverju ekki 1.500 rampa,“ spurði Guðni og greip spreybrúsa sem var í seilingarfjarlægð. Spreyjaði forsetinn yfir töluna þúsund og skrifaði 1.500. „Þú ert forsetinn,“ sagði Haraldur og lét sem hann þyrfti að hlýða forsetanum. Forsetinn tók svo til máls og nefndi að einn þröskuldur á Bessastöðum væri vandamál og lofaði hann að leysa þann vanda, í það minnsta á þessari öld. Forsetinn sagðist í ræðu sinni hafa verið „drullustressaður“, líkt og krakkarnir segja, í tengslum við það að leggja línur á minnið í þeim leikþætti sem hann og Haraldur höfðu skipulagt. Vanalega væri hann ekki stressaður á viðburðum sem þessum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tóku líka til máls. Dagur minntist meðal annars á að hann hefði verið þriðja trompet í skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjarskóla á sínum tíma. Skólahljómsveitir Breiðholts og Árbæjarskóla tóku einmitt lagið í Mjódinni í dag og settu svip sinn á samkomuna. Dagur sagðist í ræðunni skammast sín fyrir að ekki hafi verið farið í svona átak fyrr. Að sama skapi væri hann þakklátur fyrir frumkvæði Haraldar og hrósaði honum í hástert. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Upptöku má sjá að neðan. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hann minnti á að fólk þurfi bæði að hafa vaðið fyrir neðan sig og sömuleiðis rampinn fyrir neðan sig. Fólk um allt land treysti á rampa til að geta verið þátttakendur í samfélaginu. Farið í bíó, farið í leikhús og einfaldlega farið í heimsóknir hingað og þangað. Römpum upp Ísland er verkefni sem miðaði að því að setja upp eitt þúsund rampa á næstu fjórum árum. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Með römpunum er öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda á landinu öllu. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Guðni og Haraldur settu á svið leikþátt í dag þar sem lagt var upp með að markmiðið væri þúsund rampar. Guðni staldraði við það. „Af hverju ekki 1.500 rampa,“ spurði Guðni og greip spreybrúsa sem var í seilingarfjarlægð. Spreyjaði forsetinn yfir töluna þúsund og skrifaði 1.500. „Þú ert forsetinn,“ sagði Haraldur og lét sem hann þyrfti að hlýða forsetanum. Forsetinn tók svo til máls og nefndi að einn þröskuldur á Bessastöðum væri vandamál og lofaði hann að leysa þann vanda, í það minnsta á þessari öld. Forsetinn sagðist í ræðu sinni hafa verið „drullustressaður“, líkt og krakkarnir segja, í tengslum við það að leggja línur á minnið í þeim leikþætti sem hann og Haraldur höfðu skipulagt. Vanalega væri hann ekki stressaður á viðburðum sem þessum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tóku líka til máls. Dagur minntist meðal annars á að hann hefði verið þriðja trompet í skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjarskóla á sínum tíma. Skólahljómsveitir Breiðholts og Árbæjarskóla tóku einmitt lagið í Mjódinni í dag og settu svip sinn á samkomuna. Dagur sagðist í ræðunni skammast sín fyrir að ekki hafi verið farið í svona átak fyrr. Að sama skapi væri hann þakklátur fyrir frumkvæði Haraldar og hrósaði honum í hástert. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Upptöku má sjá að neðan.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira