Lífið

Solla Eiríks hefur komið sér einstaklega vel fyrir í gömlu húsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala Matt fékk að sjá nýja heimilið hennar Sollu Eiríks. 
Vala Matt fékk að sjá nýja heimilið hennar Sollu Eiríks. 

Athafnakonan Solla Eiríks er nýbúin að kaupa sér fallegt hús í Hafnarfirði og er þessa dagana að taka það í gegn á alveg einstakan hátt.

Þar er hún búin að skipta út eldhúsinu og gera það ólíkt öllum eldhúsum landsins. Vala Matt leit við hjá Sollu á dögunum og fengu áhorfendur Íslands í dag á Stöð 2 að sjá afraksturinn í gærkvöldi.

Solla fékk með sér hönnuðinn og listakonuna Sunnevu Ásu Weisshappel til þess að endurhanna húsið frá grunni. Í eldhúsinu má sjá til dæmis grófar fjalir á skápum og uppsetningu á löngum trébút yfir borðstofuborðinu sem er með ljósakrónum og plöntum. Saman gefur það alveg einstakt útlit í rýminu.

Borðstofuborðið er sérsmíðað og fjórir metrar á lengd og einstaklega fallegt. Solla er um þessar mundir að gefa út tvær nýjar bækur, annars vegar Vegan at Home með erlenda útgáfufyrirtækinu Phaidon og nýjasta bókin hennar Húðbókin er unnin í samstarfi við lækninn Láru G. Sigurðardóttur.

Þar má finna hugmyndir að mat sem ekki bara er góður fyrir heilsuna heldur einnig sérstaklega fyrir húðina og hárið og almennt gott útlit.

Hér að neðan má sjá innlit á nýtt heimili Sollu og spjallið hennar við Völu Matt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×