Innlent

„Hver kassi skiptir máli“

Ellen Geirsdóttir Håkansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Ingibjörg Valgeirsdóttir, stjórnarmaður í verkefninu „Jól í skókassa.“
Ingibjörg Valgeirsdóttir, stjórnarmaður í verkefninu „Jól í skókassa.“ Stöð 2

Söfnun fyrir verkefnið „Jól í skókassa“ stendur yfir um þessar mundir. Vonast er til þess að hægt verði að fylla heilan gám af kössum sem fer til barna í neyð í Úkraínu. Kassarnir hafa verið sendir þangað í nítján ár.

Þegar Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 kíkti við í höfuðstöðvar KFUM og KFUK á Holtavegi voru tuttugu sjálfboðaliðar að störfum við það að fara yfir kassana þúsund sem höfðu þegar borist verkefninu. Alla jafna hafa þrjú til fjögur þúsund kassar borist.

Ingibjörg Valgeirsdóttir, stjórnarmaður í verkefninu „Jól í skókassa“ segir marga sjálfboðaliða hjálpast að þegar kemur að verkefninu. Kassarnir hafi verið sendir til Úkraínu í nítján ár.

„Hver kassi skiptir máli, kassarnir fara til barna sem jafnvel hafa ekki neitt. Við erum að gefa á munaðarleysingjahæli, til fatlaðra barna og þar sem er virkileg fátækt,“ segir Ingibjörg.

Hægt er að koma með kassa í höfuðstöðvar KFUM og KFUK á Holtavegi 28 alla daga í þessari viku. Opið er til klukkan sjö á kvöldin og seinasti dagurinn til þess að taka þátt er laugardaginn 12. nóvember næstkomandi.

Ingibjörg segist vona að hægt verði að fylla heilan gám af kössum en verkefnið fari vel af stað.

„Við bara vonum að við náum að gleðja sem flest börn í Úkraínu,“ segir Ingibjörg að lokum.

Kvöldfréttina má sjá í spilaranum hér að ofan. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.