Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 12:45 Lónið var tæmt á haustmánuðum 2020. Vísir/Egill Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. Haustið 2020 tók Orkuveita Reykjavíkur ákvörðun um að Árbæjarlón yrði tæmt til frambúðar. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðám fyrir um hundrað árum. Framkvæmdin var hins vegar ekki óumdeild. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember 2020 var sagt frá að margir íbúar Árbæjarhverfisins væri miður sýn yfir því að ákveðið hafi verið að tæma lónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins væri horfin. Fór það svo að íbúi í Árbænum kærði tæminguna til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þar var þess krafist að Orkuveitunni yrði gert að mynda lónið að nýju. Þeirri kæru var hafnað. Íbúinn kærði höfnunina á kærunni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin komst að niðurstöðu síðastliðinn fimmtudag. Augljóst að framkvæmdaleyfi þyrfti ef byggja ætti lónið nú Benti kærandinn til að mynda á að enginn vafi væri á því að ef byggja ætti lónið á umræddu svæði í dag væri það háð byggingar- eða framkvæmdaleyfi. Einsýnt væri að það sama gilti um ef fjarlægja ætti lónið. Um væri að ræða lón sem hafi verið andlit Elliðarárdals í að minnsta kosti eina öld. Tæming lónsins hafi haft veruleg áhrif á nærumhverfi tugþúsunda íbúa höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg taldi hins vegar að tæming lónsins væri ekki aðgerð sem krefðist framkvæmdaleyfis. Krafa um að fylla lónið að nýju ekki til umfjöllunar nefndarinnar Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að nefndin geti ekki tekið til umfjöllunar kröfu íbúans um að Orkuveitunni yrði gert að fylla lónið að nýju. Hins vegar tók nefndin til skoðunar hvort að umrædd aðgerð teldist meiri háttar framkvæmd og þar af leiðandi háð framkvæmdaleyfi. Álftir á ÁrbæjarlóniStöð 2/Arnar Halldórsson. Vísað er í skipulagslög og ákvæði í þeim um að afla skuli framkvæmdaleyfis vegna meiriháttar framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Segir nefndin að ljóst verði að telja að tæming lónsins teljist sem framkvæmd sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Allar slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Telur nefndin því að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins og leita staðfestingar sveitarstjórnar á því að framkvæmdaleyfi væri fyrir hendi. Var ákvörðun skipulagsfulltrúans um að vísa frá kæru íbúans því felld úr gildi. Umhverfismál Orkumál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Haustið 2020 tók Orkuveita Reykjavíkur ákvörðun um að Árbæjarlón yrði tæmt til frambúðar. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðám fyrir um hundrað árum. Framkvæmdin var hins vegar ekki óumdeild. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember 2020 var sagt frá að margir íbúar Árbæjarhverfisins væri miður sýn yfir því að ákveðið hafi verið að tæma lónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins væri horfin. Fór það svo að íbúi í Árbænum kærði tæminguna til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þar var þess krafist að Orkuveitunni yrði gert að mynda lónið að nýju. Þeirri kæru var hafnað. Íbúinn kærði höfnunina á kærunni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin komst að niðurstöðu síðastliðinn fimmtudag. Augljóst að framkvæmdaleyfi þyrfti ef byggja ætti lónið nú Benti kærandinn til að mynda á að enginn vafi væri á því að ef byggja ætti lónið á umræddu svæði í dag væri það háð byggingar- eða framkvæmdaleyfi. Einsýnt væri að það sama gilti um ef fjarlægja ætti lónið. Um væri að ræða lón sem hafi verið andlit Elliðarárdals í að minnsta kosti eina öld. Tæming lónsins hafi haft veruleg áhrif á nærumhverfi tugþúsunda íbúa höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg taldi hins vegar að tæming lónsins væri ekki aðgerð sem krefðist framkvæmdaleyfis. Krafa um að fylla lónið að nýju ekki til umfjöllunar nefndarinnar Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að nefndin geti ekki tekið til umfjöllunar kröfu íbúans um að Orkuveitunni yrði gert að fylla lónið að nýju. Hins vegar tók nefndin til skoðunar hvort að umrædd aðgerð teldist meiri háttar framkvæmd og þar af leiðandi háð framkvæmdaleyfi. Álftir á ÁrbæjarlóniStöð 2/Arnar Halldórsson. Vísað er í skipulagslög og ákvæði í þeim um að afla skuli framkvæmdaleyfis vegna meiriháttar framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Segir nefndin að ljóst verði að telja að tæming lónsins teljist sem framkvæmd sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Allar slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Telur nefndin því að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins og leita staðfestingar sveitarstjórnar á því að framkvæmdaleyfi væri fyrir hendi. Var ákvörðun skipulagsfulltrúans um að vísa frá kæru íbúans því felld úr gildi.
Umhverfismál Orkumál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45
Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16
Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01