Lífið samstarf

Minnka matarsóun og demba sér í splitt

Samkaup

Íslendingar keppast nú við að ná markmiðum sínum en Meistaramánuður Samkaupa stendur nú sem hæst. Markmiðin eru af ýmsum toga allt frá því að taka til í mataræðinu, stunda meiri hreyfingu, læra á hljóðfæri þora í fallhlífastökk eða komast í splitt en öll miða þau að því að bæta lífsgæði viðkomandi með einhverjum hætti.

Þær Vaka Dögg Sigurðardóttir og Hlín Halldórsdóttir eru í hópi þeirra fjögurra þátttakenda í Meistaramánuði sem hljóta 50.000 króna styrk í formi inneignar í Samkaupaappinu. Þær deila hér með okkur markmiðum sínum og hvernig þeim gengur að vinna að þeim.

Skýrt skipulag skilar árangri

Vaka Dögg Björnsdóttir setti sér það markmið að minnka matarsóun á heimilinu.

Vaka Dögg Björnsdóttir

„Við vorum farin að henda allt of miklum mat í ruslið og þurftum eitthvað að laga þetta hjá okkur og því fínt að nota meistaramánuð í það,“ segir Vaka. Þau hafi sett upp skýrt skipulag sem auðveldi vinnuna við að ná settu markmiði.

„Við settum okkur það plan að fara 1x í viku, í búðinna en við vorum farin að fara á hverjum degi eða allavega annan hvern dag. Við gerðum einnig innkaupalista og förum eftir honum. Við ákveðum fyrirfram hvað verður í kvöldmat út vikuna og líka hvaða daga skal eldað og hvaða daga verða afgangar. Ég held bara við fögnum árangrinum með því að halda þessu áfram. Það er gott að sjá hve minna fór í ruslið,“ segir Vaka. Hún hafi góða reynslu af því að setja sér markmið.

„Ég hef 1x tekið þátt í meistaramánuði áður og þá setti ég mér markmið að gera öndunaræfingar á hverjum degi, það tókst og geri það enn þá í dag. Ég er nokkuð dugleg með að setja markmið, og fara eftir þeim.“

Jóga og teygjur til að auka liðleikann

Hlín Halldórsdóttir

Hlín Halldórsdóttir setti sér það markmið að borða minna af skyndibita og það metnaðarfulla markmið að komast í splitt.

„Ég setti þetta markmið bara í gamni og til þess að taka þátt,“ segir Hlín. „Ég hef unnið að því markmiði því með því að stunda jóga og teygja að minnsta kosti fjórum sinnum í viku. Þetta er ekki beint erfitt en tekur bara tíma en ég finn mun á liðleikanum og mæli árangurinn í raun bara þannig. Ég set mér stundum markmið í lífinu en er alls ekki nógu dugleg við það samt. Ég held til dæmis að ég hafi ekki tekið þátt í meistaramánuði áður,“ segir Hlín en er samt bjartsýn á að ná settu markmiði. „Ég er samt ekki alveg búin að ákveða hvernig ég ætla að fagna þegar markmiðinu er náð,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×