Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2022 14:53 Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur segja frá því hvað það þótti spennandi að fá lyftublokkir og hringtorg. Sigurjón Ólason Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Allt breyttist, einnig ásýnd bæjarins. Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur lýsa því hvað það þótti spennandi að fá lyftublokkir og hringtorg. „Þessir litlu og ómerkilegu hlutir urðu allt í einu að einhverju stórmerkilegu fyrir svona sveitafólk. Það var keyrt norður til Akureyrar í bílprófum til þess að læra að keyra í hringtorgi,“ segir Harpa. Þær eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Reyðarfjörð. Þar lýsa íbúarnir kraftmiklu og fjölbreyttu samfélagi, sem á sér áhugaverða sögu. Þannig urðu áhrif hersetunnar í síðari heimsstyrjöld óvíða jafnmikil og á Reyðarfirði. Frá því segja Reyðfirðingar á Stríðsárasafninu, sem við skoðum í þættinum. Glímt við glímukóng Íslands, Ásmund Hálfdán Ásmundsson. Þóroddur Helgason og Guðjón Magnússon fylgjast með.Sigurjón Ólason Þá leitum við skýringa á því hversvegna bærinn státar af öflugri glímuköppum en allir aðrir. Bæði glímukóngur Íslands og glímudrottning Íslands eru Reyðfirðingar. Við kynnumst sveitasamfélaginu en skammt innan kauptúnsins eru að verða kynslóðaskipti á bænum Sléttu. Þar er ungt par að taka við sauðfjárbúi og búið að reisa sér nýtt íbúðarhús. Iðnfyrirtækið Launafl er heimsótt. Það var sérstaklega stofnað til að þjónusta álverið en hjá því starfa núna um eitthundrað manns. Köfunarþjónusta og garðyrkjustöð eru önnur dæmi um atvinnurekstur sem við kynnumst. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason Við forvitnumst einnig um félagslífið, heyrum um kvenfélagið og íþróttafélagið, og spjöllum við unglinga um lífið á Reyðarfirði og framtíðardraumana. Þátturinn um Reyðarfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.05. Hér má sjá brot úr þættinum í kynningarstiklu: Um land allt Fjarðabyggð Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. 27. ágúst 2022 22:33 Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við. 17. júlí 2022 22:11 Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Allt breyttist, einnig ásýnd bæjarins. Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur lýsa því hvað það þótti spennandi að fá lyftublokkir og hringtorg. „Þessir litlu og ómerkilegu hlutir urðu allt í einu að einhverju stórmerkilegu fyrir svona sveitafólk. Það var keyrt norður til Akureyrar í bílprófum til þess að læra að keyra í hringtorgi,“ segir Harpa. Þær eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Reyðarfjörð. Þar lýsa íbúarnir kraftmiklu og fjölbreyttu samfélagi, sem á sér áhugaverða sögu. Þannig urðu áhrif hersetunnar í síðari heimsstyrjöld óvíða jafnmikil og á Reyðarfirði. Frá því segja Reyðfirðingar á Stríðsárasafninu, sem við skoðum í þættinum. Glímt við glímukóng Íslands, Ásmund Hálfdán Ásmundsson. Þóroddur Helgason og Guðjón Magnússon fylgjast með.Sigurjón Ólason Þá leitum við skýringa á því hversvegna bærinn státar af öflugri glímuköppum en allir aðrir. Bæði glímukóngur Íslands og glímudrottning Íslands eru Reyðfirðingar. Við kynnumst sveitasamfélaginu en skammt innan kauptúnsins eru að verða kynslóðaskipti á bænum Sléttu. Þar er ungt par að taka við sauðfjárbúi og búið að reisa sér nýtt íbúðarhús. Iðnfyrirtækið Launafl er heimsótt. Það var sérstaklega stofnað til að þjónusta álverið en hjá því starfa núna um eitthundrað manns. Köfunarþjónusta og garðyrkjustöð eru önnur dæmi um atvinnurekstur sem við kynnumst. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason Við forvitnumst einnig um félagslífið, heyrum um kvenfélagið og íþróttafélagið, og spjöllum við unglinga um lífið á Reyðarfirði og framtíðardraumana. Þátturinn um Reyðarfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.05. Hér má sjá brot úr þættinum í kynningarstiklu:
Um land allt Fjarðabyggð Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. 27. ágúst 2022 22:33 Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við. 17. júlí 2022 22:11 Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07
Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. 27. ágúst 2022 22:33
Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við. 17. júlí 2022 22:11