„Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi“ Sverrir Mar Smárason skrifar 8. október 2022 16:38 Viktor Jónsson var ekki svona svekktur í dag, hann var bara mjög glaður. Vísir/Diego Skagamenn unnu mikilvægan 3-2 sigur á Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akranesi í dag. Viktor Jónsson, framherji ÍA, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Þetta var kærkominn sigur, mjög kærkominn. Við þurfum bara að halda áfram ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á því að halda okkur uppi. Við erum búnir að vera svolítið sjálfum okkur verstir í sambandi við þessi mörk sem við erum búnir að vera að fá á okkur og það sama má segja með mörkin í dag. Við komum inn í hálfleikinn ekki sáttir við að hafa fengið þessi tvö mörk á okkur og Jón Þór heldur betur ekki sáttur. Hann tók þrumuræðu, það má segja það, og menn urðu litlir í sér, skömmuðust sín og mættu til baka í seinni hálfleik, tóku þetta og kláruðu þetta,“ sagði Viktor. Viktor var frá vegna meiðsla alveg fram í lok september og hefur nú byrjað báða leiki ÍA í úrslitakeppninni. Hann segir gott að vera kominn til baka, að hann vonist til þess að geta lagt eitthvað að mörkum og hrósar svo Eyþóri Wöhler sem gerði tvö mörk í dag fyrir ÍA. „Bara geggjað. Þetta leit ekki vel út framan af sumri. Það var svosem aldrei komist að því nákvæmlega hvað var að og maður tók bara hvern dag fyrir sig og vonaði það besta. Svo small þetta allt saman fyrir nokkrum vikum saman og ég kem bara inn í liðið. Það gengur vel og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa fyrir liðið. Eyþór er búinn að vera geggjaður í allt sumar, er frábær leikmaður og er búinn að sanna sig í efstu deild núna. Ég vona að honum haldi áfram að ganga vel,“ sagði Viktor. ÍA bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli í fyrra með því að vinna síðustu þrjá leikina. Viktor segir engin spurning að það sé hægt aftur, ÍA ætli ekki að falla og að liðið vilji samfélagið með sér í baráttuna. „Við höfum gert þetta áður og höfum fengið að smakka á því hvernig það er að bjarga sér svona eins og við gerðum í fyrra. Við viljum klárlega gera það aftur. Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi. Við erum ekki að fara að falla, það hefur aldrei komið inn í hausinn á okkur og við viljum bara klára þetta almennilega,“ sagði Viktor að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira
„Þetta var kærkominn sigur, mjög kærkominn. Við þurfum bara að halda áfram ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á því að halda okkur uppi. Við erum búnir að vera svolítið sjálfum okkur verstir í sambandi við þessi mörk sem við erum búnir að vera að fá á okkur og það sama má segja með mörkin í dag. Við komum inn í hálfleikinn ekki sáttir við að hafa fengið þessi tvö mörk á okkur og Jón Þór heldur betur ekki sáttur. Hann tók þrumuræðu, það má segja það, og menn urðu litlir í sér, skömmuðust sín og mættu til baka í seinni hálfleik, tóku þetta og kláruðu þetta,“ sagði Viktor. Viktor var frá vegna meiðsla alveg fram í lok september og hefur nú byrjað báða leiki ÍA í úrslitakeppninni. Hann segir gott að vera kominn til baka, að hann vonist til þess að geta lagt eitthvað að mörkum og hrósar svo Eyþóri Wöhler sem gerði tvö mörk í dag fyrir ÍA. „Bara geggjað. Þetta leit ekki vel út framan af sumri. Það var svosem aldrei komist að því nákvæmlega hvað var að og maður tók bara hvern dag fyrir sig og vonaði það besta. Svo small þetta allt saman fyrir nokkrum vikum saman og ég kem bara inn í liðið. Það gengur vel og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa fyrir liðið. Eyþór er búinn að vera geggjaður í allt sumar, er frábær leikmaður og er búinn að sanna sig í efstu deild núna. Ég vona að honum haldi áfram að ganga vel,“ sagði Viktor. ÍA bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli í fyrra með því að vinna síðustu þrjá leikina. Viktor segir engin spurning að það sé hægt aftur, ÍA ætli ekki að falla og að liðið vilji samfélagið með sér í baráttuna. „Við höfum gert þetta áður og höfum fengið að smakka á því hvernig það er að bjarga sér svona eins og við gerðum í fyrra. Við viljum klárlega gera það aftur. Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi. Við erum ekki að fara að falla, það hefur aldrei komið inn í hausinn á okkur og við viljum bara klára þetta almennilega,“ sagði Viktor að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira
Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00