Á varðbergi vegna veðursins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2022 15:03 Mikið óveður í desember 2019 hafði þau áhrif af raflínustaurar kubbuðust niður. Vísir/Egill Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. Viðvaranir eru í gildi fyrir allt landið vegna veðurs á sunnudaginn. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Norðurland vestra, eystra og Austurland að glettingi þar sem búist er við að mikil úrkoma og hvassviðri geti valdið usla. Við erum búin að vera að undirbúa okkur í morgun fyrir þetta veður sem er spáð um helgina, segir Steinunn Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúi Landsnets í samtali við Vísi. Morguninn var nýttur til að funda með Veðurstofunni, Vegagerðinni og ýmsum aðilum til að leggja mat á þá stöðu sem upp gæti komið á sunnudaginn. „Til að rýna svolítið í það hvar mögulega gæti orðið áraun á kerfið hjá okkur. Við munum svo fylgjast vel með um helgina og bregðast við eftir þörfum. Við erum að auka mannskap hjá okkur í stjórnstöðinni og erum að skoða hvernig við mönnum út í mörkinni. Við munum taka þær ákvarðanir þegar veðrið liggur ljóst fyrir,“ segir Steinunn. Aðallega er horft á Norðausturlandið þar sem mikilli úrkomu er spáð í formi slyddu eða snjókomu, sem gæti haft áhrif á raflínur á svæðinu. „Við einblínum eins og spáin er núna á Norðausturlandið en það verður víða vont veður þannig að í raun er stór hluti af landinu undir,“ segir Steinunn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heggur ísingu af raflínu sem lagðist á jörðina í aftakaveðri sem gekk yfir landið í desember 2019.Vísir/Egill Aftakaveðrið í desember 2019 er mörgum í fersku minni þar sem víða varð rafmagnslaust. Selta hlóðst utan á raflínur og rafstöðvar og víða brotnuðu raflínurstaurar undan þungri ísingu sem hlóðst á línunar. Þó óvíst sé að veðrið nú verði af þeirri stærðargráðu hefur Landsnet vaðið fyrir neðan sig nú. „Við lærðum ótrúlega mikið af 2019-veðrinu og tökum þann lærdóm inn í þessa lægð ef hún verður eitthvað svipuð. Þannig að já, vonandi erum við betur í stakk búinn.“ Veður Orkumál Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Viðvaranir eru í gildi fyrir allt landið vegna veðurs á sunnudaginn. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Norðurland vestra, eystra og Austurland að glettingi þar sem búist er við að mikil úrkoma og hvassviðri geti valdið usla. Við erum búin að vera að undirbúa okkur í morgun fyrir þetta veður sem er spáð um helgina, segir Steinunn Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúi Landsnets í samtali við Vísi. Morguninn var nýttur til að funda með Veðurstofunni, Vegagerðinni og ýmsum aðilum til að leggja mat á þá stöðu sem upp gæti komið á sunnudaginn. „Til að rýna svolítið í það hvar mögulega gæti orðið áraun á kerfið hjá okkur. Við munum svo fylgjast vel með um helgina og bregðast við eftir þörfum. Við erum að auka mannskap hjá okkur í stjórnstöðinni og erum að skoða hvernig við mönnum út í mörkinni. Við munum taka þær ákvarðanir þegar veðrið liggur ljóst fyrir,“ segir Steinunn. Aðallega er horft á Norðausturlandið þar sem mikilli úrkomu er spáð í formi slyddu eða snjókomu, sem gæti haft áhrif á raflínur á svæðinu. „Við einblínum eins og spáin er núna á Norðausturlandið en það verður víða vont veður þannig að í raun er stór hluti af landinu undir,“ segir Steinunn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heggur ísingu af raflínu sem lagðist á jörðina í aftakaveðri sem gekk yfir landið í desember 2019.Vísir/Egill Aftakaveðrið í desember 2019 er mörgum í fersku minni þar sem víða varð rafmagnslaust. Selta hlóðst utan á raflínur og rafstöðvar og víða brotnuðu raflínurstaurar undan þungri ísingu sem hlóðst á línunar. Þó óvíst sé að veðrið nú verði af þeirri stærðargráðu hefur Landsnet vaðið fyrir neðan sig nú. „Við lærðum ótrúlega mikið af 2019-veðrinu og tökum þann lærdóm inn í þessa lægð ef hún verður eitthvað svipuð. Þannig að já, vonandi erum við betur í stakk búinn.“
Veður Orkumál Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent