Þríþrautarsamband Íslands greinir frá þessu og segir að sigurinn tryggi Sigurði jafnframt þátttökurétt í sínum aldursflokki, 30-34 ára, á heimsmeistaramótinu á Havaí í október á næsta ári.
Sigurður hefur hingað til einbeitt sér að hálfum járnmanni og haft yfirburði í íslenskum keppnum.
Í Barcelona um helgina kláraði hann 3,8 km í sjónum fyrir utan Calella, hjólaði 180 kílómetra með ströndinni í átt að Barcelona, og hljóp svo samtals heilt maraþon, á átta klukkutímum, 42 mínútum og einni sekúndu.
Sigurður kom í mark rúmlega sex og hálfri mínútu á undan næsta manni, heimamanninum Fernando Santander de la Munoza, í heildarkeppninni og var tæpum tuttugu mínútum á undan næsta manni í sínum aldursflokki.