Sport

Sigurður fyrstur Íslendinga til að vinna og fer á HM

Sindri Sverrisson skrifar
Sigurður Örn Ragnarsson nýbúinn að rjúfa borðann sem fyrsti maður í mark í Ironman í Barcelona.
Sigurður Örn Ragnarsson nýbúinn að rjúfa borðann sem fyrsti maður í mark í Ironman í Barcelona. triathlon.is

Sigurður Örn Ragnarsson úr Breiðabliki varð um helgina fyrstur Íslendinga til að vinna alþjóðlega keppni í Ironman þegar hann fagnaði sigri í Barcelona.

Þríþrautarsamband Íslands greinir frá þessu og segir að sigurinn tryggi Sigurði jafnframt þátttökurétt í sínum aldursflokki, 30-34 ára, á heimsmeistaramótinu á Havaí í október á næsta ári.

Sigurður hefur hingað til einbeitt sér að hálfum járnmanni og haft yfirburði í íslenskum keppnum.

Í Barcelona um helgina kláraði hann 3,8 km í sjónum fyrir utan Calella, hjólaði 180 kílómetra með ströndinni í átt að Barcelona, og hljóp svo samtals heilt maraþon, á átta klukkutímum, 42 mínútum og einni sekúndu.

Sigurður kom í mark rúmlega sex og hálfri mínútu á undan næsta manni, heimamanninum Fernando Santander de la Munoza, í heildarkeppninni og var tæpum tuttugu mínútum á undan næsta manni í sínum aldursflokki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.