Sport

Beraði sig fyrir framan hótelgesti | Segir NFL vera með samsæri gegn sér

Valur Páll Eiríksson skrifar
Antonio Brown hefur vakið athygli fyrir misheppileg uppátæki sín utan vallar síðustu misseri.
Antonio Brown hefur vakið athygli fyrir misheppileg uppátæki sín utan vallar síðustu misseri. Elsa/Getty Images

Antonio Brown, fyrrum útherji Pittsburgh Steelers og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni, vakti athygli í bandarískum fjömiðlum um helgina. Enn á ný var það af umdeildum ástæðum.

New York Post áskotnaðist myndband af Brown þar sem hann beraði sig í almenningssundlaug á hóteli í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þar ýtti hann berum rasskinnum sínum framan í konu í lauginni áður en hann dró getnaðarlim sinn upp undan vatninu og sveiflaði í átt að konunni.

Myndbandið er sagt vera frá því í maí þegar Brown var að heimsækja félaga sinn og hnefaleikakappann Floyd Mayweather. Eftir að myndbandið fór á flug í fjölmiðlum um helgina tók Brown til máls á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann segir tímasetningu leka myndbandsins enga tilviljun.

„Þeir nýta hvert tækifæri sem þeir fá til að ýta pressunni af sér og yfir á mig. Í myndbandinu má bersýnilega sjá að hún hleypur á brott með sundskýluna mína. Ef þeim hlutverkum væri skipt myndi fyrirsögnin vera AB á villta nótt með naktri konu. En þegar það er ég verður þá sjálfkrafa að hatursglæp [gegn konunni],“ sagði Brown á Twitter á laugardagskvöld.

„Það er bilun að jafnvel eftir að ég er hættur að spila er villandi upplýsingum dreift um mig. Kaldhæðnislega kemur þetta upp þegar NFL er undir pressu fyrir að spila leikmönnum sem eru augljóslega með heilahristing. Þeir hafa verið að nota svarta menn sem tilraunadýr,“ sagði Brown.

Tíst Antonio Brown eftir að frétt New York Post var sett inn.Twitter/@AB84

Hann vísar þá til máls Tua Tagovailoa sem vakti mikinn óhug. Tua er sagður hafa spilað fjórum dögum eftir að hafa fengið heilahristing og fór illa meiddur eftir annað höfuðhögg í leik liðs hans Miami Dolphins og Cincinnati Bengals á aðfaranótt föstudags.

NFL-deildin hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir og þá hefur læknirinn sem gaf Tagovailoa grænt ljós á að snúa aftur á völlinn á sunnudaginn fyrir rúmri viku síðan verið rekinn.

Brown vill því meina að NFL hafi setið á myndbandinu frá því fyrr í sumar og deilt því á þessum tímapunkti til að dreifa athyglinni frá máli Tagovailoa.

Brown var öllu léttari þegar hann tók aftur til máls á Twitter í gær. Hann hvatti þá félög í deildinni til þess að semja við sig þar sem hann væri sá eini sem hafi getu til að afhjúpa „D“. Þarna er tvöföld meining stafsins D fyrir bæði vörn (e. defence) eða getnaðarlim (e. dick) snúið upp í grín.

NFL

Tengdar fréttir

Antonio Brown hljóp útaf vellinum | Rekinn frá Buccaneers

Antonio Brown, leikmaður Tampa Bay Buccaneers, missti hausinn í miðjum leik rétt í þessu. Reif sig úr búningnum og hlífðarbúnaðinum á hliðarlínunni og rauk útaf vellinum í leik Tampa Bay og New York Jets.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.