Sport

Antonio Brown hljóp útaf vellinum | Rekinn frá Buccaneers

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Antonio Brown skorar fyrir Tampa Bay í Superbowl
Antonio Brown skorar fyrir Tampa Bay í Superbowl EPA-EFE/GARY BOGDON

Antonio Brown, leikmaður Tampa Bay Buccaneers, missti hausinn í miðjum leik rétt í þessu. Reif sig úr búningnum og hlífðarbúnaðinum á hliðarlínunni og rauk útaf vellinum í leik Tampa Bay og New York Jets.

Þegar að atvikið átti sér stað voru Tampa Bay undir, 24-10 í leiknum. Eitthvað virðist Brown hafa orðið ósáttur við þjálfaraliðið því hann reif sig úr búningnum og kastaði fötunum upp í stúku áður en hann hljóp yfir völlinn og útaf leikvanginum. Ótrúleg sjón.

Antonio Brown hefur oft lent í vandræðum utan vallar sem og innan liða sinna á ferli sínum í NFL deildinni. Hann hefur þó oft fengið ný tækifæri vegna óumdeildra hæfileika. Nú er hins vegar mögulegt að þolinmæðin renni út.

Uppfært: Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að Antonio Brown sé ekki lengur leikmaður liðsins.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.