Innlent

Rausnar­leg gjöf frá New York bjargaði málunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hannesarholti var lokað í fyrrasumar vegna fjárskorts.
Hannesarholti var lokað í fyrrasumar vegna fjárskorts.

Rausnarlegur styrkur frá góðgerðarsjóði í New York gerði eigendum menningarsetursins Hannesarholts í miðbæ Reykjavíkur kleift að opna húsið aftur í dag. 

Hannesarholti var lokað fyrir rúmi ári eftir að tveggja ára viðræður við stjórnvöld um fjármögnun runnu út í sandinn. Í Hannesarholti mun nú aftur hefjast skipulögð menningarstarfsemi og veitingasala en það er matreiðslumaðurinn Friðrik fimmti sem heldur utan um matseld. 

Eigendur Hannesarholts segja daginn yndislegan gleðidag og eru þakklátir fyrir að óvissu um framtíð rekstursins hafi verið eytt.

Myndir frá opnunardeginum í dag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.