Lífið

Þórunn Ívars segir frá upplifun sinni á bótox og fitufrystingu

Elísabet Hanna skrifar
Þórunn opnar sig um þær meðferðir sem hún hefur farið í.
Þórunn opnar sig um þær meðferðir sem hún hefur farið í. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Þórunn Ívarsdóttir talar um þær meðferðir sem hún hefur undirgengist hjá Húðlæknastöðinni. Þar nefnir hún meðal annars bótox, fitufrystingu og háreyðingarlaser.

„Eyebrow lift“

Þórunn segist tvisvar sinnum hafa farið í svokallað „eyebrow lift“ en í því er toxínum, einnig þekkt sem bótox, sprautað til þess að lyfta augnsvæðinu. Hún segist vera að sporna gegn broshrukkum með því að fara í meðferðina og er ánægð að hafa gripið hratt inn í. „Ég er vissulega með góða húð sem hefur fengið topp umhyggju frá 12 ára aldri,“ bætir hún við. 

Þórunn segist vera að sporna við broshrukkum með botoxmeðferðinni.Skjáskot/Instagram

Fitufrysting

Þórunn talar einnig nánar um fitufrystinguna sem hún fór í á „sínu leiðinlegasta og erfiðasta svæði,“ líkt og hún orðaði það. Hún hefur áður rætt meðferðina á sínum miðlum. Þar á hún við svæðið aftan á lærunum og á kvið. Þá segist hún hafa fundið mun og nánast losnað við svæðið sem hún hafði bölvað. Hún segist ekki hafa séð jafn mikinn mun á kviðsvæðinu og á lærunum. 

Hún segir meðferðina góða til þess að fyrirbyggja.Skjáskot/Instagram
Þórunn birti myndir eftir ferlið.Skjáskot/Instagram
Hún segir það einnig mikilvægt að stunda líkamsrækt.Skjáskot/Instagram

Tengdar fréttir

Þórunn og Harry selja íbúðina við Holtsveg

Áhrifavaldurinn Þórunn Ívarsdóttir og Harry Sampsted hafa sett íbúð sína við Holtsveg í Garðabæ á sölu en um er að ræða tæplega hundrað fermetra íbúð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2018.

Gáfu Mæðra­styrks­nefnd hand­prjónaðar ullar­húfur fyrir börn

Í dag afhentu Þórunn Ívarsdóttir og Alexsandra Berharð Guðmundsdóttir Mæðrastyrksnefnd veglega gjöf sem innihélt meðal annars tugi handprjónaðra ullarhúfa fyrir börn. Verkefnið framkvæmdu þær með því að fá íslenskar konur með sér í samprjón, í gegnum hlaðvarpið sitt Þokan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×