Innlent

Tveir hand­teknir vegna líkams­á­rásar á veitinga­húsi

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmslum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. 
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmslum verkefnum í gærkvöldi og í nótt.  Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn vegna líkamsárásar á veitingahúsi í hverfi 108 í Reykjavík.

Tilkynnt var um árásina upp úr klukkan 21 í gærkvöldi, en hinir handteknu voru fluttir í fangageymslu lögreglu. Í dagbók lögreglu segir að ekki sé vitað um áverka þess sem fyrir fyrir árásinni varð.

Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að upp úr klukkan 22 í gærkvöldi hafi verið tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 109 í Reykjavík. Þar hafði maður náð að hlaupa út úr versluninni með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Öryggisvörður hafði hlaupið á eftir manninum og meðal annars náð af honum þvottaefni. Maðurinn missti einnig farsíma sinn er öryggisvörðurinn reyndi að stöðva hann.“

Um klukkan hálf tvö óskaði eigandi bíls eftir aðstoð lögreglu eftir að maður hafði farið inn í bílinn í miðborg Reykjavíkur og sofnað í aftursætinu. Lögreglumenn vöktu manninn og vísuðu honum út úr bílnum.

Ennfremur segir frá því að upp úr klukkan 21:30 var tilkynnt um innbrot í bíl í hverfi 109 þar sem búið var að brjóta rúðu í bíl þar sem honum hafði verið lagt við fjölbýlishús. Þar var búið að stela bæði farsíma og hleðslubanka.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×