„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 23:39 Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Vísir/Vilhelm Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. Erla Bolladóttir var sakfelld árið 1980 fyrir rangar sakargiftir en endurupptökudómur féllst ekki á það að ný gögn og upplýsingar hefðu komið fram sem hefðu haft veruleg áhrif á málið, þrátt fyrir fullyrðingar Erlu um að hún hafi verið beitt þrýstingi og skýrslu réttarsálfræðinga um að ekkert væri að marka framburð hennar. Lögmaður Erlu segir úrskurðinn hafa komið á óvart í ljósi alls þess sem hafi komið fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. „Þá hefði maður talið að það gæti verið ástæða til að rökstyðja uppá nýtt þennan dóm vegna rangra sakargifta, þegar að stærsti hluti dómsins, við erum búin að komast að þeirri niðurstöðu að hann stenst enga skoðun,“ segir Sigrún Ingibjörg Jónsdóttir, lögmaður Erlu. Úrskurðum endurupptökudóms er ekki hægt að áfrýja og eru þetta þar með endalokin á baráttu Erlu fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Erla Bolladóttir. Hún skoðar nú að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Ég myndi vilja sjá bara ríkisstjórnina taka á sig rögg og finna einhverja leið til að ljúka þessu máli,“ segir Erla. Á blaðamannafundi í dag greindi Erla frá því að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún væri því með dauðadóm á bakinu og þráði ekkert heitara en réttlæti. Hún játar því að málið hafi haft alvarleg áhrif á líf hennar. „Hvað sem verður, þannig verður það að vera. Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag en ef ekki þá sitja yngri kynslóðir uppi með þetta,“ segir Erla. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómstólar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Erla Bolladóttir var sakfelld árið 1980 fyrir rangar sakargiftir en endurupptökudómur féllst ekki á það að ný gögn og upplýsingar hefðu komið fram sem hefðu haft veruleg áhrif á málið, þrátt fyrir fullyrðingar Erlu um að hún hafi verið beitt þrýstingi og skýrslu réttarsálfræðinga um að ekkert væri að marka framburð hennar. Lögmaður Erlu segir úrskurðinn hafa komið á óvart í ljósi alls þess sem hafi komið fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. „Þá hefði maður talið að það gæti verið ástæða til að rökstyðja uppá nýtt þennan dóm vegna rangra sakargifta, þegar að stærsti hluti dómsins, við erum búin að komast að þeirri niðurstöðu að hann stenst enga skoðun,“ segir Sigrún Ingibjörg Jónsdóttir, lögmaður Erlu. Úrskurðum endurupptökudóms er ekki hægt að áfrýja og eru þetta þar með endalokin á baráttu Erlu fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Erla Bolladóttir. Hún skoðar nú að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Ég myndi vilja sjá bara ríkisstjórnina taka á sig rögg og finna einhverja leið til að ljúka þessu máli,“ segir Erla. Á blaðamannafundi í dag greindi Erla frá því að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún væri því með dauðadóm á bakinu og þráði ekkert heitara en réttlæti. Hún játar því að málið hafi haft alvarleg áhrif á líf hennar. „Hvað sem verður, þannig verður það að vera. Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag en ef ekki þá sitja yngri kynslóðir uppi með þetta,“ segir Erla.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómstólar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27
Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33