„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 23:39 Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Vísir/Vilhelm Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. Erla Bolladóttir var sakfelld árið 1980 fyrir rangar sakargiftir en endurupptökudómur féllst ekki á það að ný gögn og upplýsingar hefðu komið fram sem hefðu haft veruleg áhrif á málið, þrátt fyrir fullyrðingar Erlu um að hún hafi verið beitt þrýstingi og skýrslu réttarsálfræðinga um að ekkert væri að marka framburð hennar. Lögmaður Erlu segir úrskurðinn hafa komið á óvart í ljósi alls þess sem hafi komið fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. „Þá hefði maður talið að það gæti verið ástæða til að rökstyðja uppá nýtt þennan dóm vegna rangra sakargifta, þegar að stærsti hluti dómsins, við erum búin að komast að þeirri niðurstöðu að hann stenst enga skoðun,“ segir Sigrún Ingibjörg Jónsdóttir, lögmaður Erlu. Úrskurðum endurupptökudóms er ekki hægt að áfrýja og eru þetta þar með endalokin á baráttu Erlu fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Erla Bolladóttir. Hún skoðar nú að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Ég myndi vilja sjá bara ríkisstjórnina taka á sig rögg og finna einhverja leið til að ljúka þessu máli,“ segir Erla. Á blaðamannafundi í dag greindi Erla frá því að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún væri því með dauðadóm á bakinu og þráði ekkert heitara en réttlæti. Hún játar því að málið hafi haft alvarleg áhrif á líf hennar. „Hvað sem verður, þannig verður það að vera. Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag en ef ekki þá sitja yngri kynslóðir uppi með þetta,“ segir Erla. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómstólar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Erla Bolladóttir var sakfelld árið 1980 fyrir rangar sakargiftir en endurupptökudómur féllst ekki á það að ný gögn og upplýsingar hefðu komið fram sem hefðu haft veruleg áhrif á málið, þrátt fyrir fullyrðingar Erlu um að hún hafi verið beitt þrýstingi og skýrslu réttarsálfræðinga um að ekkert væri að marka framburð hennar. Lögmaður Erlu segir úrskurðinn hafa komið á óvart í ljósi alls þess sem hafi komið fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. „Þá hefði maður talið að það gæti verið ástæða til að rökstyðja uppá nýtt þennan dóm vegna rangra sakargifta, þegar að stærsti hluti dómsins, við erum búin að komast að þeirri niðurstöðu að hann stenst enga skoðun,“ segir Sigrún Ingibjörg Jónsdóttir, lögmaður Erlu. Úrskurðum endurupptökudóms er ekki hægt að áfrýja og eru þetta þar með endalokin á baráttu Erlu fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Erla Bolladóttir. Hún skoðar nú að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Ég myndi vilja sjá bara ríkisstjórnina taka á sig rögg og finna einhverja leið til að ljúka þessu máli,“ segir Erla. Á blaðamannafundi í dag greindi Erla frá því að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún væri því með dauðadóm á bakinu og þráði ekkert heitara en réttlæti. Hún játar því að málið hafi haft alvarleg áhrif á líf hennar. „Hvað sem verður, þannig verður það að vera. Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag en ef ekki þá sitja yngri kynslóðir uppi með þetta,“ segir Erla.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómstólar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27
Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33