Hrafn Jökulsson er látinn Árni Sæberg skrifar 17. september 2022 12:17 Hrafn Jökulsson rithöfundur er látinn. Vísir/Þórir Hrafn Jökulsson rithöfundur er látinn, 56 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í hálsi í sumar. Barátta Hrafns við krabbameinið illvíga hefur vakið mikla athygli undanfarið en hann hafði gefið því nafnið Surtla. Hann hefur sagt frá baráttunni á Facebooksíðu sinni. Nú síðast greindi hann frá því að geisla- og lyfjastríð hefði greitt Surtlu þungt högg. Þá bað hann vini sína að gera ekki og mikið úr „hetjuskap“ hans í baráttunni við krabbameinið. Fréttablaðið greinir frá andláti Hrafns. Hrafn lætur eftir sig eiginkonuna Oddnýju Halldórsdóttur, en þau giftust í byrjun september sem líður, og fjögur börn, þau Þorstein Mána, Örnólf, Þórhildi Helgu og Jóhönnu Engilráð. „Við Oddný náðum saman aftur eftir 30 ára aðskilnað. Mestu máli skiptir að ég leysti lífsgátuna mína og í sameiningu ætlum við að leiða til lykta lífsgátuna miklu, með gleði, kærleika og sigurvissuna að leiðarljósi,“ sagði Hrafn þegar hann greindi frá giftingunni. Auk þess að berjast við Surtlu hefur Hrafn undanfarið verið í átökum við íslenska ríkið. Hann stefndi ríkinu vegna handtöku, sem hann taldi ólögmæta, og vegna krabbameinsins, sem hann taldi lækna hafa átt að greina fyrr. Kom víða við Hrafn kom víða við á ævinni en hann er hvað þekktastur fyrir ritstörf sín. Bæði sem rithöfundur og blaðamaður en hann hóf störf á Tímanum aðeins fimmtán ára gamall og gegndi stöðu ritstjóra Alþýðublaðsins og Mannlífs. Hann var einnig varaþingmaður Alþýðuflokksins og tók sæti á þingi árið 1995. Þá stofnaði Hrafn skákfélagið Hrókinn sem haldið hefur fjöldann allan af alþjóðlegum skákmótum hér á landi. Síðustu ár hefur Hrókurinn staðið fyrir heimsóknum í alla grunnskóla landsins og á Barnaspítala Hringsins. Hrafn hefur lengi verið dyggur stuðningsmaður Hringsins og hvatti fólk síðast í gær til að leggja spítalanum lið. Hrafn tefldi við unga jafnt sem aldna á ævi sinni. Andlát Tengdar fréttir Eftirsjá Illuga og Elísabetar: „Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út“ Illugi og Elísabet Jökulsbörn segjast harma það alla daga að hafa átt þátt í handtöku Hrafns, bróður þeirra, við Brú í Hrútafirði fyrir tveimur árum síðan. Hrafn hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtökunnar og vegna krabbameins, sem Hrafn telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 29. ágúst 2022 07:39 Hrafn giftist sálufélaga sínum eftir þrjátíu ára aðskilnað Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, og Oddný Halldórsdóttir eru orðin hjón. Hrafn greinir frá því á Facebook að þau hafi gengið í hjónaband fyrir tveimur vikum. Svaramenn voru Auður Magnúsdóttir og Guðmundur Baldursson. 2. september 2022 11:14 Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Barátta Hrafns við krabbameinið illvíga hefur vakið mikla athygli undanfarið en hann hafði gefið því nafnið Surtla. Hann hefur sagt frá baráttunni á Facebooksíðu sinni. Nú síðast greindi hann frá því að geisla- og lyfjastríð hefði greitt Surtlu þungt högg. Þá bað hann vini sína að gera ekki og mikið úr „hetjuskap“ hans í baráttunni við krabbameinið. Fréttablaðið greinir frá andláti Hrafns. Hrafn lætur eftir sig eiginkonuna Oddnýju Halldórsdóttur, en þau giftust í byrjun september sem líður, og fjögur börn, þau Þorstein Mána, Örnólf, Þórhildi Helgu og Jóhönnu Engilráð. „Við Oddný náðum saman aftur eftir 30 ára aðskilnað. Mestu máli skiptir að ég leysti lífsgátuna mína og í sameiningu ætlum við að leiða til lykta lífsgátuna miklu, með gleði, kærleika og sigurvissuna að leiðarljósi,“ sagði Hrafn þegar hann greindi frá giftingunni. Auk þess að berjast við Surtlu hefur Hrafn undanfarið verið í átökum við íslenska ríkið. Hann stefndi ríkinu vegna handtöku, sem hann taldi ólögmæta, og vegna krabbameinsins, sem hann taldi lækna hafa átt að greina fyrr. Kom víða við Hrafn kom víða við á ævinni en hann er hvað þekktastur fyrir ritstörf sín. Bæði sem rithöfundur og blaðamaður en hann hóf störf á Tímanum aðeins fimmtán ára gamall og gegndi stöðu ritstjóra Alþýðublaðsins og Mannlífs. Hann var einnig varaþingmaður Alþýðuflokksins og tók sæti á þingi árið 1995. Þá stofnaði Hrafn skákfélagið Hrókinn sem haldið hefur fjöldann allan af alþjóðlegum skákmótum hér á landi. Síðustu ár hefur Hrókurinn staðið fyrir heimsóknum í alla grunnskóla landsins og á Barnaspítala Hringsins. Hrafn hefur lengi verið dyggur stuðningsmaður Hringsins og hvatti fólk síðast í gær til að leggja spítalanum lið. Hrafn tefldi við unga jafnt sem aldna á ævi sinni.
Andlát Tengdar fréttir Eftirsjá Illuga og Elísabetar: „Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út“ Illugi og Elísabet Jökulsbörn segjast harma það alla daga að hafa átt þátt í handtöku Hrafns, bróður þeirra, við Brú í Hrútafirði fyrir tveimur árum síðan. Hrafn hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtökunnar og vegna krabbameins, sem Hrafn telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 29. ágúst 2022 07:39 Hrafn giftist sálufélaga sínum eftir þrjátíu ára aðskilnað Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, og Oddný Halldórsdóttir eru orðin hjón. Hrafn greinir frá því á Facebook að þau hafi gengið í hjónaband fyrir tveimur vikum. Svaramenn voru Auður Magnúsdóttir og Guðmundur Baldursson. 2. september 2022 11:14 Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Eftirsjá Illuga og Elísabetar: „Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út“ Illugi og Elísabet Jökulsbörn segjast harma það alla daga að hafa átt þátt í handtöku Hrafns, bróður þeirra, við Brú í Hrútafirði fyrir tveimur árum síðan. Hrafn hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtökunnar og vegna krabbameins, sem Hrafn telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 29. ágúst 2022 07:39
Hrafn giftist sálufélaga sínum eftir þrjátíu ára aðskilnað Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, og Oddný Halldórsdóttir eru orðin hjón. Hrafn greinir frá því á Facebook að þau hafi gengið í hjónaband fyrir tveimur vikum. Svaramenn voru Auður Magnúsdóttir og Guðmundur Baldursson. 2. september 2022 11:14
Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23
Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47
Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00