Lífið

„Simmi kominn með kærustu“

Elísabet Hanna skrifar
Simmi Vill virðist vera búinn að finna ástina.
Simmi Vill virðist vera búinn að finna ástina. Ísland í dag.

Sig­mar Vil­hjálms­son er kominn með kærustu, ef marka má nýjasta hlaðvarpsþáttinn af 70 mínútum. Hugi Hall­dórs­son meðstjórnandi hans greindi upphaflega frá þessum gleðifréttum.

„Er ekki stóra frétt­in að Simm­inn er geng­inn út?“ spurði Hugi Simma. Hann var þó ekki á þeim buxunum að ræða málið í þættinum og sagði þetta ekki vera vettvanginn í slíkar umræður.

„Stelp­ur, Simm­inn er out. Hann er kom­inn á fast,“ sagði Hugi því næst. Einnig völdu samstarfsmennirnir setninguna „Simmi kominn með kærustu,“ í titilinn á þættinum.

Simmi á þrjá drengi úr fyrra hjónabandi með Bryndísi Björgu Einarsdóttur en leiðir þeirra skildu árið 2017. Lífið hafði samband við Sigmar til að forvitnast frekar um hver nýja kærastan væri. Hann sagðist ekki vilja ræða það að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Stóð í skilnaði, rándýru dóms­máli og bjó í barna­her­bergi

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stóð í skilnaði við barnsmóður sína, dómsmáli við fyrrverandi vin sinn og bjó á sama tíma í barnaherbergi hjá öðrum vini. Sigmar er gestur Einkalífsins og segir skilnað afar sorglegan þótt ákvörðunin sé rétt.

Fara inn í sumarið á lausu

Eftir erfiðan vetur er sumarið loks komið og kórónuveiran virðist vera að hverfa úr íslensku samfélagi.

Simmi og Jói segja bless

Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, eða Simmi og Jói, eru að hætta með þætti sína sem hafa verið á laugardögum á Bylgjunni undanfarin fimm ár.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.