Innlent

Kviknaði í á elli­heimilinu Grund

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Slökkviliðið var kallað út á fimmta tímanum í dag.
Slökkviliðið var kallað út á fimmta tímanum í dag. Vísir/Vilhelm

Eldur braust út í herbergi á elliheimilinu Grund í Vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag. Starfsmenn komu íbúum í öruggt skjól og réðu niðurlögum eldsins, sem var staðbundinn í einu herbergja elliheimilisins.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tryggði vettvang. Senda þurfti reykkafara inn á elliheimilið til þess að sinna reykræstingu.

Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að allt tiltækt slökkvilið hafi verið kallað út. Eldurinn hafi þó verið minni en talið var í upphafi. Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um hvort einhver hafi slasast að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×