Biðinni eftir Björk lokið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. september 2022 14:31 Björk var að gefa út tónlistarmyndband við lagið atopos af væntanlegu plötunni fossora. Viðar Logi/Björk/James T. Merry Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. Í myndbandinu skín einstakur stíll Bjarkar í gegn en hún er klædd í stórbrotna kjóla, þar á meðal ævintýra prinsessu kjól og glæsilegan grænan síðkjól. Atburðarásin virðist eiga sér stað undir sjávarborðinu og umhverfið er framandi. Hér má sjá myndbandið: Lag til að spila hátt Björk deildi myndbandinu á Instagram síðu sinni fyrr í dag þar sem hún skrifaði meðal annars: „Ég er svo glöð að deila með ykkur fyrsta myndbandinu á plötunni minni við lagið atopos. Þar sem bassinn í laginu er gríðarlega mikilvægur gætuð þið þá vinsamlegast spilað lagið hátt?“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Verðmætt listrænt samband Viðar Logi var leikstjóri myndbandsins og þakkaði Björk honum fyrir samvinnuna. „Kæri Viðar Logi. Takk fyrir alla þína gleðilegu fagnaðar orku og fyrir að vera til í að takast á við allar þær áskoranir sem ég kastaði til þín. Þú yfirfærðir þær allar á Viðar Loga sýnina. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri sjónrænan félaga í faraldrinum. Ég er svo ofboðslega þakklát fyrir ferðalag okkar, ég trúi hvað við höfum gert mikið af hlutum síðustu þrjú ár. Get ekki beðið eftir að deila því með heiminum.“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Edda Guðmundsdóttir sá um stíliseringu en hún hefur unnið með Björk í áratugi. Í myndbandinu má meðal annars sjá plötusnúð og sex klarinett leikara í orkumiklu flæði. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Hlaðvarp Björk fór af stað með tónlistarhlaðvarp nú í lok ágúst þar sem hún setur reglulega út þætti tengda lögum hennar og nýju plötunni. Hlaðvarpið heitir björk: sonic symbolism en um hlaðvarpið segir Björk meðal annars: „Flest okkar fara í gegnum tímabil í lífinu sem taka rúmlega þrjú ár og það er engin tilviljun að það taki einnig svipaðan tíma að búa til plötu eða kvikmynd. Þetta hlaðvarp er tilraun til að grípa hvaða skap, tóna og takt við víbrum á við hvert og eitt tímabil.“ Tónlist Menning Björk Tíska og hönnun Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Björk sló í gegn í Los Angeles Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco. 28. janúar 2022 18:01 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í myndbandinu skín einstakur stíll Bjarkar í gegn en hún er klædd í stórbrotna kjóla, þar á meðal ævintýra prinsessu kjól og glæsilegan grænan síðkjól. Atburðarásin virðist eiga sér stað undir sjávarborðinu og umhverfið er framandi. Hér má sjá myndbandið: Lag til að spila hátt Björk deildi myndbandinu á Instagram síðu sinni fyrr í dag þar sem hún skrifaði meðal annars: „Ég er svo glöð að deila með ykkur fyrsta myndbandinu á plötunni minni við lagið atopos. Þar sem bassinn í laginu er gríðarlega mikilvægur gætuð þið þá vinsamlegast spilað lagið hátt?“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Verðmætt listrænt samband Viðar Logi var leikstjóri myndbandsins og þakkaði Björk honum fyrir samvinnuna. „Kæri Viðar Logi. Takk fyrir alla þína gleðilegu fagnaðar orku og fyrir að vera til í að takast á við allar þær áskoranir sem ég kastaði til þín. Þú yfirfærðir þær allar á Viðar Loga sýnina. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri sjónrænan félaga í faraldrinum. Ég er svo ofboðslega þakklát fyrir ferðalag okkar, ég trúi hvað við höfum gert mikið af hlutum síðustu þrjú ár. Get ekki beðið eftir að deila því með heiminum.“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Edda Guðmundsdóttir sá um stíliseringu en hún hefur unnið með Björk í áratugi. Í myndbandinu má meðal annars sjá plötusnúð og sex klarinett leikara í orkumiklu flæði. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Hlaðvarp Björk fór af stað með tónlistarhlaðvarp nú í lok ágúst þar sem hún setur reglulega út þætti tengda lögum hennar og nýju plötunni. Hlaðvarpið heitir björk: sonic symbolism en um hlaðvarpið segir Björk meðal annars: „Flest okkar fara í gegnum tímabil í lífinu sem taka rúmlega þrjú ár og það er engin tilviljun að það taki einnig svipaðan tíma að búa til plötu eða kvikmynd. Þetta hlaðvarp er tilraun til að grípa hvaða skap, tóna og takt við víbrum á við hvert og eitt tímabil.“
Tónlist Menning Björk Tíska og hönnun Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Björk sló í gegn í Los Angeles Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco. 28. janúar 2022 18:01 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43
Björk sló í gegn í Los Angeles Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco. 28. janúar 2022 18:01