Stefnumót í pottinum endaði með innbroti á Adamsklæðunum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. september 2022 14:07 Þegar hjónum býðst óvænt að eyða saman rómantísku kvöldi, án barna, er því yfirleitt tekið fagnandi. Hvað svo sem verður úr kvöldinu er svo önnur saga. Samsett mynd „Ég var orðin svo þreytt svo ég stóð upp, tók í húninn og sagði: Shit! Ég tók ekki úr lás! Þá horfði Gummi á mig og sagði: Ertu að djóka, ég var búinn að setja í lás líka hinumegin!“ segir Inga Berta Bergsdóttir í samtali við Vísi. Læst úti allsber og handklæðalaus Tíst Ingu Bertu á Twitter í gær hefur hlotið mikla athygli en þar segir hún farir þeirra hjóna ekki sléttar eftir langþráð barnlaust kvöld í heita pottinum heima. Twitter færslan: Við hjónin urðum óvænt barnlaus í gær og þá fannst mér mjög góð hugmynd að fara bara nakin í heita pottinn. Ég tók engin handklæði með út en þegar ég ætlaði að fara inn þá fattaði ég að ég gleymdi að taka úr lás. Svo við vorum læst úti allsber. Guðmundur ákvað þá að brjóta upp festinguna á þvottahúsglugganum og troða sér þar inn til að opna. Inga segir góð ráð hafa verið dýr á þessu augnabliki, bæði allsber og handklæðalaus í garðinum en í örvæntingunni hafi þeim fundist þetta besta leiðin. Þetta væri svo gott atriði í einhverjum Klovn þætti! Elska hvað ég er seinheppin. Hefði verið gott að fá lásasmið eða hlaupa nakin yfir til ömmu að fá auka lykla. Átti erfitt með að halda andliti Inga segir að sem betur fer hafi þvottahúsglugginn verið eini glugginn sem þau hafi ekki verið búin að skipta um og þess vegna hægt að brjóta læsinguna upp utan frá. Hún viðurkennir þó að hafa ekki haft mikla trú á því að eiginmaður sinn myndi komast klakklaust í gegnum gluggann þar sem hann væri pínulítill. „Nei, ég náði bara ekki að halda andlitinu,“ segir Inga og skelli hlær aðspurð hvernig tilfinning það hafi verið að fylgjast með nöktum eiginmanni sínum troða sér hetjulega í gegnum svo lítinn glugga. „Mér fannst eiginlega verst að vera ekki með símann til að taka þetta upp,“ segir Inga að lokum. Já þau eru æði misjöfn stefnumótakvöldin en vissulega er allt gott sem endar vel. Hjónin munu þó líklega muna eftir lyklunum í næsta pottapartý, þó það verði ekki endilega að lyklapartýi fyrir vikið. Grín og gaman Ástin og lífið Borgarbyggð Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Læst úti allsber og handklæðalaus Tíst Ingu Bertu á Twitter í gær hefur hlotið mikla athygli en þar segir hún farir þeirra hjóna ekki sléttar eftir langþráð barnlaust kvöld í heita pottinum heima. Twitter færslan: Við hjónin urðum óvænt barnlaus í gær og þá fannst mér mjög góð hugmynd að fara bara nakin í heita pottinn. Ég tók engin handklæði með út en þegar ég ætlaði að fara inn þá fattaði ég að ég gleymdi að taka úr lás. Svo við vorum læst úti allsber. Guðmundur ákvað þá að brjóta upp festinguna á þvottahúsglugganum og troða sér þar inn til að opna. Inga segir góð ráð hafa verið dýr á þessu augnabliki, bæði allsber og handklæðalaus í garðinum en í örvæntingunni hafi þeim fundist þetta besta leiðin. Þetta væri svo gott atriði í einhverjum Klovn þætti! Elska hvað ég er seinheppin. Hefði verið gott að fá lásasmið eða hlaupa nakin yfir til ömmu að fá auka lykla. Átti erfitt með að halda andliti Inga segir að sem betur fer hafi þvottahúsglugginn verið eini glugginn sem þau hafi ekki verið búin að skipta um og þess vegna hægt að brjóta læsinguna upp utan frá. Hún viðurkennir þó að hafa ekki haft mikla trú á því að eiginmaður sinn myndi komast klakklaust í gegnum gluggann þar sem hann væri pínulítill. „Nei, ég náði bara ekki að halda andlitinu,“ segir Inga og skelli hlær aðspurð hvernig tilfinning það hafi verið að fylgjast með nöktum eiginmanni sínum troða sér hetjulega í gegnum svo lítinn glugga. „Mér fannst eiginlega verst að vera ekki með símann til að taka þetta upp,“ segir Inga að lokum. Já þau eru æði misjöfn stefnumótakvöldin en vissulega er allt gott sem endar vel. Hjónin munu þó líklega muna eftir lyklunum í næsta pottapartý, þó það verði ekki endilega að lyklapartýi fyrir vikið.
Grín og gaman Ástin og lífið Borgarbyggð Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira