Stefnumót í pottinum endaði með innbroti á Adamsklæðunum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. september 2022 14:07 Þegar hjónum býðst óvænt að eyða saman rómantísku kvöldi, án barna, er því yfirleitt tekið fagnandi. Hvað svo sem verður úr kvöldinu er svo önnur saga. Samsett mynd „Ég var orðin svo þreytt svo ég stóð upp, tók í húninn og sagði: Shit! Ég tók ekki úr lás! Þá horfði Gummi á mig og sagði: Ertu að djóka, ég var búinn að setja í lás líka hinumegin!“ segir Inga Berta Bergsdóttir í samtali við Vísi. Læst úti allsber og handklæðalaus Tíst Ingu Bertu á Twitter í gær hefur hlotið mikla athygli en þar segir hún farir þeirra hjóna ekki sléttar eftir langþráð barnlaust kvöld í heita pottinum heima. Twitter færslan: Við hjónin urðum óvænt barnlaus í gær og þá fannst mér mjög góð hugmynd að fara bara nakin í heita pottinn. Ég tók engin handklæði með út en þegar ég ætlaði að fara inn þá fattaði ég að ég gleymdi að taka úr lás. Svo við vorum læst úti allsber. Guðmundur ákvað þá að brjóta upp festinguna á þvottahúsglugganum og troða sér þar inn til að opna. Inga segir góð ráð hafa verið dýr á þessu augnabliki, bæði allsber og handklæðalaus í garðinum en í örvæntingunni hafi þeim fundist þetta besta leiðin. Þetta væri svo gott atriði í einhverjum Klovn þætti! Elska hvað ég er seinheppin. Hefði verið gott að fá lásasmið eða hlaupa nakin yfir til ömmu að fá auka lykla. Átti erfitt með að halda andliti Inga segir að sem betur fer hafi þvottahúsglugginn verið eini glugginn sem þau hafi ekki verið búin að skipta um og þess vegna hægt að brjóta læsinguna upp utan frá. Hún viðurkennir þó að hafa ekki haft mikla trú á því að eiginmaður sinn myndi komast klakklaust í gegnum gluggann þar sem hann væri pínulítill. „Nei, ég náði bara ekki að halda andlitinu,“ segir Inga og skelli hlær aðspurð hvernig tilfinning það hafi verið að fylgjast með nöktum eiginmanni sínum troða sér hetjulega í gegnum svo lítinn glugga. „Mér fannst eiginlega verst að vera ekki með símann til að taka þetta upp,“ segir Inga að lokum. Já þau eru æði misjöfn stefnumótakvöldin en vissulega er allt gott sem endar vel. Hjónin munu þó líklega muna eftir lyklunum í næsta pottapartý, þó það verði ekki endilega að lyklapartýi fyrir vikið. Grín og gaman Ástin og lífið Borgarbyggð Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira
Læst úti allsber og handklæðalaus Tíst Ingu Bertu á Twitter í gær hefur hlotið mikla athygli en þar segir hún farir þeirra hjóna ekki sléttar eftir langþráð barnlaust kvöld í heita pottinum heima. Twitter færslan: Við hjónin urðum óvænt barnlaus í gær og þá fannst mér mjög góð hugmynd að fara bara nakin í heita pottinn. Ég tók engin handklæði með út en þegar ég ætlaði að fara inn þá fattaði ég að ég gleymdi að taka úr lás. Svo við vorum læst úti allsber. Guðmundur ákvað þá að brjóta upp festinguna á þvottahúsglugganum og troða sér þar inn til að opna. Inga segir góð ráð hafa verið dýr á þessu augnabliki, bæði allsber og handklæðalaus í garðinum en í örvæntingunni hafi þeim fundist þetta besta leiðin. Þetta væri svo gott atriði í einhverjum Klovn þætti! Elska hvað ég er seinheppin. Hefði verið gott að fá lásasmið eða hlaupa nakin yfir til ömmu að fá auka lykla. Átti erfitt með að halda andliti Inga segir að sem betur fer hafi þvottahúsglugginn verið eini glugginn sem þau hafi ekki verið búin að skipta um og þess vegna hægt að brjóta læsinguna upp utan frá. Hún viðurkennir þó að hafa ekki haft mikla trú á því að eiginmaður sinn myndi komast klakklaust í gegnum gluggann þar sem hann væri pínulítill. „Nei, ég náði bara ekki að halda andlitinu,“ segir Inga og skelli hlær aðspurð hvernig tilfinning það hafi verið að fylgjast með nöktum eiginmanni sínum troða sér hetjulega í gegnum svo lítinn glugga. „Mér fannst eiginlega verst að vera ekki með símann til að taka þetta upp,“ segir Inga að lokum. Já þau eru æði misjöfn stefnumótakvöldin en vissulega er allt gott sem endar vel. Hjónin munu þó líklega muna eftir lyklunum í næsta pottapartý, þó það verði ekki endilega að lyklapartýi fyrir vikið.
Grín og gaman Ástin og lífið Borgarbyggð Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira