Hlaupið með Guðna í Forsetahlaupi UMFÍ og UMSK UMFÍ 1. september 2022 08:44 Forsetahlaupið er lokahnykkurinn á Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK. Forsetahlaup UMFÍ og UMSK fer fram á laugardaginn. Hlaupið er lokahnykkurinn á Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK. Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings reiknar með frábærri þátttöku. Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK ásamt Þóri Erlingssyni, verkefnastjóra í Íþróttaveislunni. „Það verður bongóblíða þennan dag. Spáin, sem stenst alltaf, segir okkur það. Forsetahlaupið er í anda danska viðburðarins, Royal Run þar sem danski prinsinn tekur þátt. Hjá okkur verður það forsetinn, enda Guðni heljarinnar hlaupari. Hlaupaleiðin er vel viðráðanleg fyrir alla fjölskylduna, slétt og þægileg. Annarsvegar er hægt að hlaupa 5 km og hinsvegar eina mílu eða 1,6 km. Allir fá þátttökuverðlaun og þegar allir eru komnir í mark munum við grilla og bjóða upp á með því, drykki, leiki og sirkusþrautir. Þeir sem ekki taka þátt í sjálfu hlaupinu geta hvatt hlauparana áfram á hliðarlínunni. Þetta verður skemmtilegur dagur fyrir alla.“ segir Valdimar hress. „Allir fá þátttökuverðlaun og þegar allir eru komnir í mark munum við grilla og bjóða upp á með því, drykki, leiki og sirkusþrautir.“ Íþróttaveislan tekist vonum framar Íþróttaveislan er hluti af viðleitni UMFÍ til hvetja almenning til að hreyfa sig. Í sumar hafa farið fram bæði Drulluhlaup Krónunnar og Hundahlaupið, sem bæði tókust afar vel. Valdimar segir Íþróttaveisluna komna til að vera. Mikið fjör var í Drulluhlaupinu sem fram fór um miðjan ágúst. „Hlaupin voru geggjaðir viðburðir og þátttakan frábær. Markmið okkar er að búa til viðburði þar sem við fáum mismunandi hópa af stað, fjölskyldur, hundaeigendur og fleiri. Við slógum þessu tvennu saman, Íþróttaveislunni og 100 ára afmæli UMSK. Það er oft áskorun að starta nýjum viðburðum en þátttakan í bæði Drulluhlaupinu og Hundahlaupinu sýndi að þessir viðburðir eru komnir til að vera. Hreyfing og samvera fjölskyldunnar er holl og góð fyrir bæði líkama og sál.“ Hundar af öllum stærðum og gerðum hlupu ásamt eigendum sínum í Hundahlaupinu í síðustu viku. Skráning í Forsetahlaupið er í fullum gangi en hægt er að skrá sig hér. Heilsa Hlaup Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK ásamt Þóri Erlingssyni, verkefnastjóra í Íþróttaveislunni. „Það verður bongóblíða þennan dag. Spáin, sem stenst alltaf, segir okkur það. Forsetahlaupið er í anda danska viðburðarins, Royal Run þar sem danski prinsinn tekur þátt. Hjá okkur verður það forsetinn, enda Guðni heljarinnar hlaupari. Hlaupaleiðin er vel viðráðanleg fyrir alla fjölskylduna, slétt og þægileg. Annarsvegar er hægt að hlaupa 5 km og hinsvegar eina mílu eða 1,6 km. Allir fá þátttökuverðlaun og þegar allir eru komnir í mark munum við grilla og bjóða upp á með því, drykki, leiki og sirkusþrautir. Þeir sem ekki taka þátt í sjálfu hlaupinu geta hvatt hlauparana áfram á hliðarlínunni. Þetta verður skemmtilegur dagur fyrir alla.“ segir Valdimar hress. „Allir fá þátttökuverðlaun og þegar allir eru komnir í mark munum við grilla og bjóða upp á með því, drykki, leiki og sirkusþrautir.“ Íþróttaveislan tekist vonum framar Íþróttaveislan er hluti af viðleitni UMFÍ til hvetja almenning til að hreyfa sig. Í sumar hafa farið fram bæði Drulluhlaup Krónunnar og Hundahlaupið, sem bæði tókust afar vel. Valdimar segir Íþróttaveisluna komna til að vera. Mikið fjör var í Drulluhlaupinu sem fram fór um miðjan ágúst. „Hlaupin voru geggjaðir viðburðir og þátttakan frábær. Markmið okkar er að búa til viðburði þar sem við fáum mismunandi hópa af stað, fjölskyldur, hundaeigendur og fleiri. Við slógum þessu tvennu saman, Íþróttaveislunni og 100 ára afmæli UMSK. Það er oft áskorun að starta nýjum viðburðum en þátttakan í bæði Drulluhlaupinu og Hundahlaupinu sýndi að þessir viðburðir eru komnir til að vera. Hreyfing og samvera fjölskyldunnar er holl og góð fyrir bæði líkama og sál.“ Hundar af öllum stærðum og gerðum hlupu ásamt eigendum sínum í Hundahlaupinu í síðustu viku. Skráning í Forsetahlaupið er í fullum gangi en hægt er að skrá sig hér.
Heilsa Hlaup Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira