Fermingardagurinn er stór dagur Bestseller 30. janúar 2026 17:12 Grímur Garðarsson, annan eigandi Bestseller á Íslandi og Hilmar Eyþór Ásgeirsson, verslunarstjóri Jack & Jones í Kringlunni segja stráka vita hvað þeir vilja þegar kemur að fermingarfötunum. Fermingardagurinn er stór dagur í lífi ungmenna og fötin skipta máli. Við ræddum fermingartískuna við Grím Garðarsson, annan eiganda Bestseller á Íslandi og Hilmar Eyþór Ásgeirsson, verslunarstjóra Jack & Jones í Kringlunni. Þeir þekkja tískubransann báðir út og inn. Grímur var aðeins 16 ára þegar hann hóf störf í fataverslun og hann er í dag annar eiganda Bestseller á Íslandi sem reka meðal annars verslanirnar Vero Moda, Jack & Jones, Vila, Selected og Name it. Hilmar byrjaði að vinna í Jack & Jones þegar hann var 18 ára og hefur starfað hjá fyrirtækinu í 11 ár. Hann er í dag verslunarstjóri Jack & Jones í Kringlunni sem er stærsta verslun félagsins. Klassískari línur eru ráðandi í fermingarfötum í dag „Fermingartískan hefur tekið töluverðum breytingum á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum voru það svartar gallabuxur, skyrta og jakki sem voru áberandi, en í dag hefur það vikið fyrir mun klassískari línum,” segir Grímur. „Í dag er uppskriftin einföld og virkar. Jakkaföt, skyrta og oft bindi eða slaufa,” bætir hann við. Litavalið fylgir klassísku línunni „Blá og svört jakkaföt eru langvinsælust,“ segir Hilmar. „En það er alltaf gaman þegar einhver þorir aðeins að fara út fyrir rammann og velja ljós eða grá jakkaföt.“ Þeir eru báðir sammála um að þrátt fyrir hefðbundið og klassískt yfirbragð er áherslan ekki á stífleika, heldur þægilegt jafnvægi í fötunum. Fötin eiga að vera sparileg en ekki þannig að þau séu óþægileg. Grímur bendir á að klassíkin sé klassísk af ástæðu. „Þetta eru föt sem líta vel út á myndum til lengri tíma, halda sér vel í minningunni og svo er oft hægt að nota þau aftur við önnur tilefni.“ Strákarnir ráða og vita yfirleitt hvað þeir vilja Ein stærsta breytingin síðustu ár er hver tekur ákvörðunina. „Strákarnir fá nánast algjörlega að ráða þessu sjálfir í dag,“ segir Hilmar. „Þeir koma inn með mjög skýra hugmynd um hvað þeir vilja og ekki síður hvað þeir vilja alls ekki.“ Grímur brosir þegar hann talar um kynslóðamuninn. „Það væri ekki gaman ef allir klæddu sig eins. Þetta á að endurspegla þeirra tíma, ekki okkar.“ Þægindi skipta öllu Þrátt fyrir tísku og trend þá leggja þeir báðir mikla áherslu á þægindi umfram allt annað. „Ég spyr alltaf hvort stráknum líði vel í fötunum,“ segir Hilmar. „Þetta er langur dagur og enginn vill vera í einhverju sem þrengir eða passar ekki.“ Grímur bætir við að þetta snúist um meira en bara líkamleg þægindi. „Þegar fötin passa bæði líkama og persónuleika þá kemur sjálfstraustið sjálfkrafa og þá er líklegra að fólk njóti dagsins.“ Brosið er ómetanlegt Þegar við spurðu hvað stæði upp úr í starfinu að þá voru þeir fljôtir að svara. Brosið er það sem þeir nefna báðir sem skemmtilegasta hluta fermingarsölunnar. „Brosið þegar strákurinn kemur út úr mátunarklefanum í fyrsta skipti í jakkafötum,“ segir Hilmar. „Og svo brosið hjá foreldrunum sem héldu að þetta yrði erfitt en átta sig á því að þetta gekk bara ótrúlega vel,“ segir hann og Grímur tekur undir. „Að sjá ungan dreng ganga út úr mátunarklefa sem ungan mann og brosið sem breiðist yfir andlitið þeirra og foreldranna, þegar þeir sjá sig í speglinum, er ómetanlegt,“ segir Grímur. Fermingin þeirra Báðir eiga þeir góðar minningar frá eigin fermingardegi. Grímur segist hafa valið stakar buxur, blazer jakka og með klút um hálsinn – „eins og breskur hefðamaður“, að hans sögn. Hilmar valdi að vera i blárri peysu, buxum og strigaskóm. Þeir sögðu daginn hafa verið mikinn fjölskyldudag og þar liggi kannski helsta breytingin. Veislur séu að þróast í stærri viðburði með skemmtikrafta. Lokaorðin til fermingardrengsins „Settu 80% af fermingarpeningunum inn á góðan sparnaðaðrreikning og notaðu 20% í eitthvað skemmtilegt sem þig hefur langað í lengi,“ segir Grímur „Vertu í því sem þú fílar, fermingardagurinn er þinn,“ segir Hilmar. Báðir leggja áherslu á að njóta dagsins. Það stórt skref að ganga í fullorðinna manna tölu. Fermingar Tíska og hönnun Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Fermingardagurinn er stór dagur Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Sjá meira
Þeir þekkja tískubransann báðir út og inn. Grímur var aðeins 16 ára þegar hann hóf störf í fataverslun og hann er í dag annar eiganda Bestseller á Íslandi sem reka meðal annars verslanirnar Vero Moda, Jack & Jones, Vila, Selected og Name it. Hilmar byrjaði að vinna í Jack & Jones þegar hann var 18 ára og hefur starfað hjá fyrirtækinu í 11 ár. Hann er í dag verslunarstjóri Jack & Jones í Kringlunni sem er stærsta verslun félagsins. Klassískari línur eru ráðandi í fermingarfötum í dag „Fermingartískan hefur tekið töluverðum breytingum á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum voru það svartar gallabuxur, skyrta og jakki sem voru áberandi, en í dag hefur það vikið fyrir mun klassískari línum,” segir Grímur. „Í dag er uppskriftin einföld og virkar. Jakkaföt, skyrta og oft bindi eða slaufa,” bætir hann við. Litavalið fylgir klassísku línunni „Blá og svört jakkaföt eru langvinsælust,“ segir Hilmar. „En það er alltaf gaman þegar einhver þorir aðeins að fara út fyrir rammann og velja ljós eða grá jakkaföt.“ Þeir eru báðir sammála um að þrátt fyrir hefðbundið og klassískt yfirbragð er áherslan ekki á stífleika, heldur þægilegt jafnvægi í fötunum. Fötin eiga að vera sparileg en ekki þannig að þau séu óþægileg. Grímur bendir á að klassíkin sé klassísk af ástæðu. „Þetta eru föt sem líta vel út á myndum til lengri tíma, halda sér vel í minningunni og svo er oft hægt að nota þau aftur við önnur tilefni.“ Strákarnir ráða og vita yfirleitt hvað þeir vilja Ein stærsta breytingin síðustu ár er hver tekur ákvörðunina. „Strákarnir fá nánast algjörlega að ráða þessu sjálfir í dag,“ segir Hilmar. „Þeir koma inn með mjög skýra hugmynd um hvað þeir vilja og ekki síður hvað þeir vilja alls ekki.“ Grímur brosir þegar hann talar um kynslóðamuninn. „Það væri ekki gaman ef allir klæddu sig eins. Þetta á að endurspegla þeirra tíma, ekki okkar.“ Þægindi skipta öllu Þrátt fyrir tísku og trend þá leggja þeir báðir mikla áherslu á þægindi umfram allt annað. „Ég spyr alltaf hvort stráknum líði vel í fötunum,“ segir Hilmar. „Þetta er langur dagur og enginn vill vera í einhverju sem þrengir eða passar ekki.“ Grímur bætir við að þetta snúist um meira en bara líkamleg þægindi. „Þegar fötin passa bæði líkama og persónuleika þá kemur sjálfstraustið sjálfkrafa og þá er líklegra að fólk njóti dagsins.“ Brosið er ómetanlegt Þegar við spurðu hvað stæði upp úr í starfinu að þá voru þeir fljôtir að svara. Brosið er það sem þeir nefna báðir sem skemmtilegasta hluta fermingarsölunnar. „Brosið þegar strákurinn kemur út úr mátunarklefanum í fyrsta skipti í jakkafötum,“ segir Hilmar. „Og svo brosið hjá foreldrunum sem héldu að þetta yrði erfitt en átta sig á því að þetta gekk bara ótrúlega vel,“ segir hann og Grímur tekur undir. „Að sjá ungan dreng ganga út úr mátunarklefa sem ungan mann og brosið sem breiðist yfir andlitið þeirra og foreldranna, þegar þeir sjá sig í speglinum, er ómetanlegt,“ segir Grímur. Fermingin þeirra Báðir eiga þeir góðar minningar frá eigin fermingardegi. Grímur segist hafa valið stakar buxur, blazer jakka og með klút um hálsinn – „eins og breskur hefðamaður“, að hans sögn. Hilmar valdi að vera i blárri peysu, buxum og strigaskóm. Þeir sögðu daginn hafa verið mikinn fjölskyldudag og þar liggi kannski helsta breytingin. Veislur séu að þróast í stærri viðburði með skemmtikrafta. Lokaorðin til fermingardrengsins „Settu 80% af fermingarpeningunum inn á góðan sparnaðaðrreikning og notaðu 20% í eitthvað skemmtilegt sem þig hefur langað í lengi,“ segir Grímur „Vertu í því sem þú fílar, fermingardagurinn er þinn,“ segir Hilmar. Báðir leggja áherslu á að njóta dagsins. Það stórt skref að ganga í fullorðinna manna tölu.
Fermingar Tíska og hönnun Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Fermingardagurinn er stór dagur Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Sjá meira