„Svo veldur það mér áhyggjum hvað bíður hennar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2022 10:32 Þorgerður Katrín á þrjú börn en Katrín dóttir hennar er einhverf og með þroskahömlun. Mynd/Bjarni Einarsson Samtök atvinnulífsins og fyrirtæki öll verða að vera duglegri að gefa fötluðum börnum sem lokið hafa skólagöngu tækifæri í lífinu en staða þeirra og tækifæri eftir ákveðin aldur eru afar takmarkaðir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þekkir þessa stöðu vel en hún á þrjú börn. Tvo stráka þá Gunnar og Gísla fædda 95 og 99 og Katrínu Erlu sem fædd er árið 2003. „Hún byrjar síðan í Lækjarskóla er greind sem einhverf og þroskahömluð árið 2008, fær heilaæxli þá líka. Síðan kemur hún inn í Lækjarskóla og þar er frábærlega tekið á móti henni. Þar eru kennarar einstakir og ekki síður einn þroskaþjálfi sem við köllum bara Siggu og hún var Katrínu Erlu algjörlega ómetanleg fyrstu árin í skólanum,“ segir Þorgerður í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. En hvað svo? „Svo þegar kemur að unglingsárunum þá finnum við að skólinn er ekki eins gefandi fyrir hana og þá fer hún í Klettaskóla og þar blómstrar hún og kynnist þar vinum sínum í dag. Svo fer hún á starfsbrautina í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem er líka frábær skóli og einstaklega vel haldið utan um alla krakkana þar. Kerfið heldur vel utan um börnin okkar og Katrín Erla hefur verið lánsöm þar en það er alltaf hugsun hjá okkur foreldrunum, hvað svo?“ Katrín á eitt ár eftir af skóla. Þorgerður segir að Katrín eigi eitt ár eftir af námi sínu í FB og hugsa þau foreldrarnir mikið hvað hún geti gert í framhaldinu. „Þessir krakkar eru ótrúleg auðlind, þau eru allskonar en þessir krakkar eru vannýtt. Mér finnst það vera samfélagsleg ábyrgð að við reynum að opna allar dyr. Auðvitað er ekki hægt að líkja þessu saman við hvernig þetta var fyrir tíu, tuttugu og hvað þá þrjátíu árum þar sem aðstæður og tækifæri fatlaðra voru miklu miklu minni en við eigum að geta gert betur.“ Þorgerður segir áhyggjur foreldra fatlaðra aukist eftir því sem nær dregur skólalokum. Hún og Kristján Arason maðurinn hennar eru þar enginn undantekning og velta þau fyrir sér hvað bíði dóttur þeirra. „Eins og staðan er í dag bíður hennar líklega virkniúrræði sem þýðir að reyna halda henni í virkni. Maður hefur horft á það að fyrstu tvö þrjú árin eftir skóla að krakkar sem hafa verið nokkuð virk og virk í samfélaginu og allskonar tómstundum lokast bara inni með tölvunni eða bara króga sig af frá samfélaginu ef þau fá ekki strax tækifæri. Katrín er með mjög sterkt bakland en það eru ekki öll fötluð börn með það og það er ójafnræði þar. Það veldur mér stórum áhyggjum hvað varðar stóru myndina en svo veldur það mér áhyggjum hvað bíður hennar og að hún missi ekki af stóru tækifærunum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Viðreisn Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þekkir þessa stöðu vel en hún á þrjú börn. Tvo stráka þá Gunnar og Gísla fædda 95 og 99 og Katrínu Erlu sem fædd er árið 2003. „Hún byrjar síðan í Lækjarskóla er greind sem einhverf og þroskahömluð árið 2008, fær heilaæxli þá líka. Síðan kemur hún inn í Lækjarskóla og þar er frábærlega tekið á móti henni. Þar eru kennarar einstakir og ekki síður einn þroskaþjálfi sem við köllum bara Siggu og hún var Katrínu Erlu algjörlega ómetanleg fyrstu árin í skólanum,“ segir Þorgerður í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. En hvað svo? „Svo þegar kemur að unglingsárunum þá finnum við að skólinn er ekki eins gefandi fyrir hana og þá fer hún í Klettaskóla og þar blómstrar hún og kynnist þar vinum sínum í dag. Svo fer hún á starfsbrautina í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem er líka frábær skóli og einstaklega vel haldið utan um alla krakkana þar. Kerfið heldur vel utan um börnin okkar og Katrín Erla hefur verið lánsöm þar en það er alltaf hugsun hjá okkur foreldrunum, hvað svo?“ Katrín á eitt ár eftir af skóla. Þorgerður segir að Katrín eigi eitt ár eftir af námi sínu í FB og hugsa þau foreldrarnir mikið hvað hún geti gert í framhaldinu. „Þessir krakkar eru ótrúleg auðlind, þau eru allskonar en þessir krakkar eru vannýtt. Mér finnst það vera samfélagsleg ábyrgð að við reynum að opna allar dyr. Auðvitað er ekki hægt að líkja þessu saman við hvernig þetta var fyrir tíu, tuttugu og hvað þá þrjátíu árum þar sem aðstæður og tækifæri fatlaðra voru miklu miklu minni en við eigum að geta gert betur.“ Þorgerður segir áhyggjur foreldra fatlaðra aukist eftir því sem nær dregur skólalokum. Hún og Kristján Arason maðurinn hennar eru þar enginn undantekning og velta þau fyrir sér hvað bíði dóttur þeirra. „Eins og staðan er í dag bíður hennar líklega virkniúrræði sem þýðir að reyna halda henni í virkni. Maður hefur horft á það að fyrstu tvö þrjú árin eftir skóla að krakkar sem hafa verið nokkuð virk og virk í samfélaginu og allskonar tómstundum lokast bara inni með tölvunni eða bara króga sig af frá samfélaginu ef þau fá ekki strax tækifæri. Katrín er með mjög sterkt bakland en það eru ekki öll fötluð börn með það og það er ójafnræði þar. Það veldur mér stórum áhyggjum hvað varðar stóru myndina en svo veldur það mér áhyggjum hvað bíður hennar og að hún missi ekki af stóru tækifærunum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Viðreisn Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira