Lífið

Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry

Elísabet Hanna skrifar
Katy Perry hefur verið að ferðast um með skipinu og Daði hitaði upp fyrir hana á laugardeginum.
Katy Perry hefur verið að ferðast um með skipinu og Daði hitaði upp fyrir hana á laugardeginum. Getty/Tristan Fewings/Kyle Lamere

Daði Freyr steig á svið um borð í skemmtiferðaskiptinu Norwegian Prima á laugardeginum og hitaði upp fyrir popp prinsessuna Katy Perry. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu. 

Bríet kom fram á föstudeginum í Hörpu

Söngkonan Bríet steig á svið ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á föstudeginum í Hörpu þar sem hún skemmti gestum skipsins með glæstri sýningu þar sem hún flaug yfir sviðið í Elborg líkt og henni einni er lagið. 

Bríet flaug um sviðið.Norwegian Cruise Line.

Daði skemmti á skipinu

Á laugardeginum sá Daði Freyr um að hita upp fyrir Katy Perry um borð í skipinu sjálfu. Þar tók hann öll sín stærstu lög eins og slagarann 10 Years sem má heyra í myndbrotinu hér að neðan.

Klippa: Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry í Norwegian Prima

Þuríður Blær var einnig á skipinu

Söngkonan Þuríður Blær úr Reykjavíkurdætrum kom þar fram með honum og deildi skemmtilegri mynd frá skipinu sjálfu.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.