800 kílóum létt af manni Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. ágúst 2022 20:31 Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson voru léttir eftir sigur kvöldsins. Mynd/Þór/KA „Einhverjir tala um að það sé þungu fargi af manni létt en þetta voru svona 800 kíló sem er létt af manni,“ sagði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA kátur eftir mikilvægan 1-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna á SaltPay vellinum í kvöld. „Ég er bara gríðarlega ánægður með stelpurnar, ég sagði fyrir leik að við ætluðum að berjast fyrir þessu og ég ætla að vona að allir sjái að það var sannarlega barist fyrir þessu í dag. Þetta var kannski ekki fallegasti fótbolti í heimi en við þurfum stigin og til þess þurfum við að berjast fyrir þeim alveg sama hvort fótboltinn sé fallegur.“ Lið Þórs/KA hefur verið gagnrýnt fyrir baráttuleysi sem vantaði ekki í dag. „Mér finnst gagnrýnin hafa verið sanngjörn, ég er alls ekki að væla yfir því. Við höfum og eigum að geta betur, vinkonur mínar í Bestu mörkunum voru að tala um að við líktumst FH þannig við ákváðum bara að halda áfram að líkjast FH og vinna leik. Við erum að byrja núna sem er slæmt, þótt við höfum unnið í dag er þetta ekki komið í fallbaráttunni. Við þurfum bara að halda áfram nákvæmlega svona.“ Leikurinn var fremur lokaður í kvöld og tilfinnigin var þannig að það lið sem myndi ná inn marki myndi sigla sigrinum í höfn. „Þetta var aldrei að fara vera mörg mörk, leikurinn var lokaður en þegar við náðum markinu þá hafði ég þessa tilfinningu að við myndum klára þetta. Við skoruðum síðast sirka 10. júní þannig það var frábært að ná þessu marki inn. Þetta er líka svo gott því það er svo stutt í sjálfstraustið hjá stelpunum, þær hafa trú á sér og verkefninu.“ Framundan er löng pása í Bestu deild kvenna. „Við erum að fara 18 daga pásu núna og við skulum bara segja að hún verði öllu ljúfari eftir þennan sigur, nú vitum við nákvæmlega hvað við þurfum að gera til þess að vinna leiki.“ „Það er erfitt að fara í svona pásur en mjög skiljanlegt, það er nóg að gerast í kvenna knattspyrnunni og maður styður það bara að sjálfsögðu. Við munum æfa á fullu í þessari pásu og undirbúa okkur fyrir lokakaflan í mótinu.“ Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður með stelpurnar, ég sagði fyrir leik að við ætluðum að berjast fyrir þessu og ég ætla að vona að allir sjái að það var sannarlega barist fyrir þessu í dag. Þetta var kannski ekki fallegasti fótbolti í heimi en við þurfum stigin og til þess þurfum við að berjast fyrir þeim alveg sama hvort fótboltinn sé fallegur.“ Lið Þórs/KA hefur verið gagnrýnt fyrir baráttuleysi sem vantaði ekki í dag. „Mér finnst gagnrýnin hafa verið sanngjörn, ég er alls ekki að væla yfir því. Við höfum og eigum að geta betur, vinkonur mínar í Bestu mörkunum voru að tala um að við líktumst FH þannig við ákváðum bara að halda áfram að líkjast FH og vinna leik. Við erum að byrja núna sem er slæmt, þótt við höfum unnið í dag er þetta ekki komið í fallbaráttunni. Við þurfum bara að halda áfram nákvæmlega svona.“ Leikurinn var fremur lokaður í kvöld og tilfinnigin var þannig að það lið sem myndi ná inn marki myndi sigla sigrinum í höfn. „Þetta var aldrei að fara vera mörg mörk, leikurinn var lokaður en þegar við náðum markinu þá hafði ég þessa tilfinningu að við myndum klára þetta. Við skoruðum síðast sirka 10. júní þannig það var frábært að ná þessu marki inn. Þetta er líka svo gott því það er svo stutt í sjálfstraustið hjá stelpunum, þær hafa trú á sér og verkefninu.“ Framundan er löng pása í Bestu deild kvenna. „Við erum að fara 18 daga pásu núna og við skulum bara segja að hún verði öllu ljúfari eftir þennan sigur, nú vitum við nákvæmlega hvað við þurfum að gera til þess að vinna leiki.“ „Það er erfitt að fara í svona pásur en mjög skiljanlegt, það er nóg að gerast í kvenna knattspyrnunni og maður styður það bara að sjálfsögðu. Við munum æfa á fullu í þessari pásu og undirbúa okkur fyrir lokakaflan í mótinu.“
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Sjá meira