800 kílóum létt af manni Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. ágúst 2022 20:31 Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson voru léttir eftir sigur kvöldsins. Mynd/Þór/KA „Einhverjir tala um að það sé þungu fargi af manni létt en þetta voru svona 800 kíló sem er létt af manni,“ sagði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA kátur eftir mikilvægan 1-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna á SaltPay vellinum í kvöld. „Ég er bara gríðarlega ánægður með stelpurnar, ég sagði fyrir leik að við ætluðum að berjast fyrir þessu og ég ætla að vona að allir sjái að það var sannarlega barist fyrir þessu í dag. Þetta var kannski ekki fallegasti fótbolti í heimi en við þurfum stigin og til þess þurfum við að berjast fyrir þeim alveg sama hvort fótboltinn sé fallegur.“ Lið Þórs/KA hefur verið gagnrýnt fyrir baráttuleysi sem vantaði ekki í dag. „Mér finnst gagnrýnin hafa verið sanngjörn, ég er alls ekki að væla yfir því. Við höfum og eigum að geta betur, vinkonur mínar í Bestu mörkunum voru að tala um að við líktumst FH þannig við ákváðum bara að halda áfram að líkjast FH og vinna leik. Við erum að byrja núna sem er slæmt, þótt við höfum unnið í dag er þetta ekki komið í fallbaráttunni. Við þurfum bara að halda áfram nákvæmlega svona.“ Leikurinn var fremur lokaður í kvöld og tilfinnigin var þannig að það lið sem myndi ná inn marki myndi sigla sigrinum í höfn. „Þetta var aldrei að fara vera mörg mörk, leikurinn var lokaður en þegar við náðum markinu þá hafði ég þessa tilfinningu að við myndum klára þetta. Við skoruðum síðast sirka 10. júní þannig það var frábært að ná þessu marki inn. Þetta er líka svo gott því það er svo stutt í sjálfstraustið hjá stelpunum, þær hafa trú á sér og verkefninu.“ Framundan er löng pása í Bestu deild kvenna. „Við erum að fara 18 daga pásu núna og við skulum bara segja að hún verði öllu ljúfari eftir þennan sigur, nú vitum við nákvæmlega hvað við þurfum að gera til þess að vinna leiki.“ „Það er erfitt að fara í svona pásur en mjög skiljanlegt, það er nóg að gerast í kvenna knattspyrnunni og maður styður það bara að sjálfsögðu. Við munum æfa á fullu í þessari pásu og undirbúa okkur fyrir lokakaflan í mótinu.“ Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður með stelpurnar, ég sagði fyrir leik að við ætluðum að berjast fyrir þessu og ég ætla að vona að allir sjái að það var sannarlega barist fyrir þessu í dag. Þetta var kannski ekki fallegasti fótbolti í heimi en við þurfum stigin og til þess þurfum við að berjast fyrir þeim alveg sama hvort fótboltinn sé fallegur.“ Lið Þórs/KA hefur verið gagnrýnt fyrir baráttuleysi sem vantaði ekki í dag. „Mér finnst gagnrýnin hafa verið sanngjörn, ég er alls ekki að væla yfir því. Við höfum og eigum að geta betur, vinkonur mínar í Bestu mörkunum voru að tala um að við líktumst FH þannig við ákváðum bara að halda áfram að líkjast FH og vinna leik. Við erum að byrja núna sem er slæmt, þótt við höfum unnið í dag er þetta ekki komið í fallbaráttunni. Við þurfum bara að halda áfram nákvæmlega svona.“ Leikurinn var fremur lokaður í kvöld og tilfinnigin var þannig að það lið sem myndi ná inn marki myndi sigla sigrinum í höfn. „Þetta var aldrei að fara vera mörg mörk, leikurinn var lokaður en þegar við náðum markinu þá hafði ég þessa tilfinningu að við myndum klára þetta. Við skoruðum síðast sirka 10. júní þannig það var frábært að ná þessu marki inn. Þetta er líka svo gott því það er svo stutt í sjálfstraustið hjá stelpunum, þær hafa trú á sér og verkefninu.“ Framundan er löng pása í Bestu deild kvenna. „Við erum að fara 18 daga pásu núna og við skulum bara segja að hún verði öllu ljúfari eftir þennan sigur, nú vitum við nákvæmlega hvað við þurfum að gera til þess að vinna leiki.“ „Það er erfitt að fara í svona pásur en mjög skiljanlegt, það er nóg að gerast í kvenna knattspyrnunni og maður styður það bara að sjálfsögðu. Við munum æfa á fullu í þessari pásu og undirbúa okkur fyrir lokakaflan í mótinu.“
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Sjá meira