Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Sverrir Mar Smárason skrifar 16. ágúst 2022 21:42 Alexander Aron var svekktur þegar hann gekk af velli með engin stig í kvöld. Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. „Ekki sáttur nei. Ég er sáttur við frammistöðuna hjá leikmönnunum en ég er bara ekki sáttur við þetta atvik þegar vítaspyrnan er dæmd. Þetta er 50/50 og það hleypur allur bekkurinn hjá Keflavík í fjórða dómarann. Þetta er bara miður. Við erum að tala um að reyna að bæta dómgæsluna eitthvað en við verðum bara að fara að haga okkur á bekknum. Þetta er bara ekki boðleg frammistaða, gargandi allan leikinn,“ sagði Alexander og hélt svo áfram. „Mér fannst þetta vera þannig að þegar við komumst í 2-1 þá taka Keflvíkingar yfir leikinn. Ég reyndi að kalla inn á völlinn að við yrðum að þrauka í 10-15 mínútur og reyna að halda stöðunni. Í þessu atviki þegar vítaspyrnan er dæmd eins og ég ræddi við þig áðan. Frá okkur séð og ég er svo búinn að spyrja nokkra hérna. Þetta er bara 50/50 og menn verða bara að treysta dómaranum. Það sást að dómarinn tók 10 sekúndur að hugsa þetta og það er meðan þeir eru að ráðast að fjórða dómaranum. Ég spurði dómarana hvort ég ætti bara að fylla vini mína á skýrslu og hjóla bara alltaf í þá. Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu.“ Eyrún Vala Harðardóttir kom inná eftir 53. mínútna leik og skoraði strax við fyrstu snertingu sína um 20 sekúndum síðar. „Hún er búin að vera meidd í allt sumar. Hún kemur inná í síðasta leik í hálftíma og kemur núna inná með krafti. Hún er spennt að fá að komast aftur inn á völlinn og stóð sig frábærlega eftir að hún kom inná,“ sagði Alexander um Eyrúnu. Afturelding situr áfram í 9. sæti með 9 stig eftir leikinn í kvöld. Aðeins einu stigi frá öruggu sæti en 4 stigum frá Keflavík sem tók stigin þrjú í kvöld. „Það er alltaf möguleiki í þessu en ég meina auðvitað er þetta þannig að Keflavík fer upp í fjögur stig á okkur og núna er þetta bara að halda áfram. Þetta er bara íslenskur fótbolti. Bara halda áfram að keyra á þetta og hafa trú á þessu. Við getum unnið öll lið í þessari deild en líka tapað á móti öllum- þannig að við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Alexander brattur að lokum. Fótbolti Afturelding Keflavík ÍF Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
„Ekki sáttur nei. Ég er sáttur við frammistöðuna hjá leikmönnunum en ég er bara ekki sáttur við þetta atvik þegar vítaspyrnan er dæmd. Þetta er 50/50 og það hleypur allur bekkurinn hjá Keflavík í fjórða dómarann. Þetta er bara miður. Við erum að tala um að reyna að bæta dómgæsluna eitthvað en við verðum bara að fara að haga okkur á bekknum. Þetta er bara ekki boðleg frammistaða, gargandi allan leikinn,“ sagði Alexander og hélt svo áfram. „Mér fannst þetta vera þannig að þegar við komumst í 2-1 þá taka Keflvíkingar yfir leikinn. Ég reyndi að kalla inn á völlinn að við yrðum að þrauka í 10-15 mínútur og reyna að halda stöðunni. Í þessu atviki þegar vítaspyrnan er dæmd eins og ég ræddi við þig áðan. Frá okkur séð og ég er svo búinn að spyrja nokkra hérna. Þetta er bara 50/50 og menn verða bara að treysta dómaranum. Það sást að dómarinn tók 10 sekúndur að hugsa þetta og það er meðan þeir eru að ráðast að fjórða dómaranum. Ég spurði dómarana hvort ég ætti bara að fylla vini mína á skýrslu og hjóla bara alltaf í þá. Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu.“ Eyrún Vala Harðardóttir kom inná eftir 53. mínútna leik og skoraði strax við fyrstu snertingu sína um 20 sekúndum síðar. „Hún er búin að vera meidd í allt sumar. Hún kemur inná í síðasta leik í hálftíma og kemur núna inná með krafti. Hún er spennt að fá að komast aftur inn á völlinn og stóð sig frábærlega eftir að hún kom inná,“ sagði Alexander um Eyrúnu. Afturelding situr áfram í 9. sæti með 9 stig eftir leikinn í kvöld. Aðeins einu stigi frá öruggu sæti en 4 stigum frá Keflavík sem tók stigin þrjú í kvöld. „Það er alltaf möguleiki í þessu en ég meina auðvitað er þetta þannig að Keflavík fer upp í fjögur stig á okkur og núna er þetta bara að halda áfram. Þetta er bara íslenskur fótbolti. Bara halda áfram að keyra á þetta og hafa trú á þessu. Við getum unnið öll lið í þessari deild en líka tapað á móti öllum- þannig að við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Alexander brattur að lokum.
Fótbolti Afturelding Keflavík ÍF Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12