Ægir og Týr seldir á 51 milljón króna Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. ágúst 2022 11:58 Varðskipin Týr og Ægir við höfn við Skarfabakka í morgun. Vísir/Egill Líklegast er að varðskipin Ægir og Týr fari úr landi, en afsal vegna sölu ríkisins á skipunum til félagsins Fagurs ehf. var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í Reykjavík í gær. Mögulegt er að skipunum verði breytt í farþegaskip sem gætu siglt á norðurslóðum enda gætu þau hentað vel til slíkra siglinga. Kaupverðið hljóðar upp á 51 milljón króna. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fagurs, segir ekkert klárt í hendi varðandi framtíð skipanna. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en einn möguleikinn er að breyta skipunum fyrir ferðamannaiðnaðinn. Það er þó mikið sem þarf að gera fyrir skipin og þá sérstaklega Ægi ef hann á að fara í rekstur, en hann hefur ekki siglt í sjö ár,“ segir Friðrik. Friðrik segist hafa miklar taugar til skipanna líkt og allir á hans aldri. „Skipin gegndu auðvitað lykilhlutverki í Þorskastríðunum og þarna er mikil saga. En það er með þetta eins og annað að allt hefur sinn tíma.“ En það er þá líklegast að skipin endi annars staðar en hér á Íslandi? „Það er langlíklegast. Mér finnst það eiginlega blasa við eins og staðan er núna.“ Varðskipið Týr var á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga en það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru skipin seld á 51 milljón króna - sem einhverjum kann að þykja góð kjör á tveimur varðskipum. Til samanburðar kostaði Freyja, nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar um 1,7 milljarð króna. Þrátt fyrir að vera komin til ára sinna var varðskipið Týr á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga er það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár. Sérstök kveðjuathöfn fór fram um borð í skipunum í gær að lokinni undirritun þar sem fyrrverandi skipverjar varðskipanna drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. „Þessi skip hafa reynst Landhelgisgæslunni afar vel um áratuga skeið þannig það var auðvitað með ákveðnum söknuði og trega sem við kvöddum þau í gær,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um kveðjustundina. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/Egill Þau skipi stóran sess í sögu Landhelgisgæslunnar. „Bæði eru þau byggð vegna Þorskastríðanna. Ægir fyrir fimmtíu mílna baráttuna og Týr fyrir tvö hundruð mílurnar. Þessi skip og þeir sem á þeim voru unnu frægðarverk og hetjudáðir og það er kannski það sem helst stendur upp úr,“ segir Georg. Þrátt fyrir nokkurn trega segir Georg nýtt og spennandi tímabil hafið hjá Gæslunni með góðum flota. „Núna erum við komin með nútíma búnað, sem eru Þór og Freyja. Það eru alls ekki sambærileg skip og nauðsynleg í okkar störfum eins og þau eru í dag.“ Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fagurs, segir ekkert klárt í hendi varðandi framtíð skipanna. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en einn möguleikinn er að breyta skipunum fyrir ferðamannaiðnaðinn. Það er þó mikið sem þarf að gera fyrir skipin og þá sérstaklega Ægi ef hann á að fara í rekstur, en hann hefur ekki siglt í sjö ár,“ segir Friðrik. Friðrik segist hafa miklar taugar til skipanna líkt og allir á hans aldri. „Skipin gegndu auðvitað lykilhlutverki í Þorskastríðunum og þarna er mikil saga. En það er með þetta eins og annað að allt hefur sinn tíma.“ En það er þá líklegast að skipin endi annars staðar en hér á Íslandi? „Það er langlíklegast. Mér finnst það eiginlega blasa við eins og staðan er núna.“ Varðskipið Týr var á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga en það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru skipin seld á 51 milljón króna - sem einhverjum kann að þykja góð kjör á tveimur varðskipum. Til samanburðar kostaði Freyja, nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar um 1,7 milljarð króna. Þrátt fyrir að vera komin til ára sinna var varðskipið Týr á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga er það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár. Sérstök kveðjuathöfn fór fram um borð í skipunum í gær að lokinni undirritun þar sem fyrrverandi skipverjar varðskipanna drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. „Þessi skip hafa reynst Landhelgisgæslunni afar vel um áratuga skeið þannig það var auðvitað með ákveðnum söknuði og trega sem við kvöddum þau í gær,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um kveðjustundina. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/Egill Þau skipi stóran sess í sögu Landhelgisgæslunnar. „Bæði eru þau byggð vegna Þorskastríðanna. Ægir fyrir fimmtíu mílna baráttuna og Týr fyrir tvö hundruð mílurnar. Þessi skip og þeir sem á þeim voru unnu frægðarverk og hetjudáðir og það er kannski það sem helst stendur upp úr,“ segir Georg. Þrátt fyrir nokkurn trega segir Georg nýtt og spennandi tímabil hafið hjá Gæslunni með góðum flota. „Núna erum við komin með nútíma búnað, sem eru Þór og Freyja. Það eru alls ekki sambærileg skip og nauðsynleg í okkar störfum eins og þau eru í dag.“
Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent