Tryggvi Hrafn: „Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu“ Sverrir Mar Smárason skrifar 14. ágúst 2022 21:40 Tryggvi Hrafn var frábær í leiknum í kvöld. Hér leggur hann upp þriðja mark Vals á Patrick Pedersen. Visir/ Diego Valsmenn unnu frábæran 6-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild Karla á Hlíðarenda í kvöld. Tryggvi Hrafn Haraldsson var ásamt öðrum sóknarmönnum Vals magnaður í leiknum. „Tilfinningin er drullu góð. Það er alltaf gott að vinna og mér fannst við skulda sjálfum okkur og öllum í kringum klúbbinn þægilegan sigur. Það er búinn að vera einn svoleiðis í sumar þannig ég er bara mjög sáttur með þetta,“ sagði Tryggvi Hrafn. Tryggvi Hrafn byrjaði á því að leggja upp tvö mörk á félaga sína áður en hann svo skoraði tvö sjálfur. Meðal annars eitt úr frábærri aukaspyrnu. Hann virkaði með meira sjálfstraust en áður. „Sama og áðan. Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu og það svona datt einhvern vegin í dag. Ég er sáttur með fjóra framlagspunkta í dag,“ sagði Tryggvi. Valsmenn lentu undir 0-1 áður en þeir tóku yfir leikinn og héldu sýningu á Hlíðarenda. Þá sérstaklega Tryggvi, Patrick Pedersen og Aron Jóhansson. „Mest lítið hægt að segja. Við ákváðum fyrir leik að sama hvað gerist hvort sem þeir komast yfir eða við komumst yfir þá höldum við áfram. Við gerðum það bara í dag og erum drullu sáttir með sex mörk. Það er óhætt að segja að okkur líði vel saman inná vellinum. Við erum búnir að vera að spila okkur saman. Á tímabilinu eru þeir báðir búnir að vera frá þannig að sóknarlínan er búin að vera smá „mixuð“. Í síðustu leikjum hefur þetta haldist eins og það hjálpar að spila alltaf með sömu mönnum. Þetta small í dag,“ sagði Tryggvi Hrafn. Eftir þrjá sigurleiki í röð lítur staðan í töflunni töluvert betur út hjá Val. Þeir gætu mögulega gert atlögu að toppbaráttunni. Evrópubaráttu í það minnsta. „Við vorum bara komnir í þannig stöðu að við þurftum að fara að vinna leiki og klifra upp töfluna. Við höldum bara áfram og byrjum á næsta leik. Ætlum bara að vinna hann,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira
„Tilfinningin er drullu góð. Það er alltaf gott að vinna og mér fannst við skulda sjálfum okkur og öllum í kringum klúbbinn þægilegan sigur. Það er búinn að vera einn svoleiðis í sumar þannig ég er bara mjög sáttur með þetta,“ sagði Tryggvi Hrafn. Tryggvi Hrafn byrjaði á því að leggja upp tvö mörk á félaga sína áður en hann svo skoraði tvö sjálfur. Meðal annars eitt úr frábærri aukaspyrnu. Hann virkaði með meira sjálfstraust en áður. „Sama og áðan. Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu og það svona datt einhvern vegin í dag. Ég er sáttur með fjóra framlagspunkta í dag,“ sagði Tryggvi. Valsmenn lentu undir 0-1 áður en þeir tóku yfir leikinn og héldu sýningu á Hlíðarenda. Þá sérstaklega Tryggvi, Patrick Pedersen og Aron Jóhansson. „Mest lítið hægt að segja. Við ákváðum fyrir leik að sama hvað gerist hvort sem þeir komast yfir eða við komumst yfir þá höldum við áfram. Við gerðum það bara í dag og erum drullu sáttir með sex mörk. Það er óhætt að segja að okkur líði vel saman inná vellinum. Við erum búnir að vera að spila okkur saman. Á tímabilinu eru þeir báðir búnir að vera frá þannig að sóknarlínan er búin að vera smá „mixuð“. Í síðustu leikjum hefur þetta haldist eins og það hjálpar að spila alltaf með sömu mönnum. Þetta small í dag,“ sagði Tryggvi Hrafn. Eftir þrjá sigurleiki í röð lítur staðan í töflunni töluvert betur út hjá Val. Þeir gætu mögulega gert atlögu að toppbaráttunni. Evrópubaráttu í það minnsta. „Við vorum bara komnir í þannig stöðu að við þurftum að fara að vinna leiki og klifra upp töfluna. Við höldum bara áfram og byrjum á næsta leik. Ætlum bara að vinna hann,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira
Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00