Sport

Missti símann úr vasanum í miðjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rodolfo Castro í leik með liði Pittsburgh Pirates í bandarísku hafnaboltadeildinni.
Rodolfo Castro í leik með liði Pittsburgh Pirates í bandarísku hafnaboltadeildinni. Getty/Joe Sargent

Í flestum íþróttagreinum þarf íþróttafólkið að skilja símann við sig en greinilega ekki í öllum.

Hafnarboltamaðurinn Rodolfo Castro var þannig með símann með sér í leik í bandarísku MLB-deildinni.

Því komust áhorfendur að þegar síminn hans poppaði upp úr vasa hans þegar hann skutlaði sér í miðjum leik.

Castro áttaði sig ekki á þessu fyrr en dómarinn benti honum á það að síminn hans væri á vellinum.

Rodolfo Castro er 23 ára gamall og kemur frá Dóminíska lýðveldinu. Hann er leikmaður Pittsburgh Pirates og er á sínu öðru ári með liðinu.

Það má sjá þetta sérstaka atvik hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.