Fótbolti

Arnautovic er ekki til sölu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Marko Arnautovic er ekki á leið frá Bologna að sögn yfirmanns fótboltamála hjá félaginu. 
Marko Arnautovic er ekki á leið frá Bologna að sögn yfirmanns fótboltamála hjá félaginu.  Vísir/Getty

Marco Di Vaio, yfirmaður fótboltamála hjá ítalska félaginu Bologna, segir framherjann Marko Arnautovic ekki vera til sölu en fregnir bárust af því um síðustu helgi að Manchester United hefði boðið í austurríska landsliðsmanninn.

Manchester United ku hafa boðið tæplega átta milljónir punda í Arnautovic en Bologna hafnaði því tilboði í þennan 33 ára gamla leikmann sem skoraði 14 mörk í ítölsku efstu deildinni á síðustu leiktíð. 

„Við viljum halda Arnautovic í okkar herbúðum þar sem hann er lykilleikmaður í okkar liði. Við erum hreykin af þvía að Manchester United hafi áhugi á Arnautovic en hann er ekki til sölu.

Við náðum í þennan frábæra leikmann frá Kína þegar allir voru búnir að gleyma honum og hann er mjög mikilvægur fyrir okkur," sagði Marco Di Vaio í samtali við Sky Italia. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.