Innlent

Sjö sóttu um tvö dómara­em­bætti

Eiður Þór Árnason skrifar
Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, og Þórhallur Haukur Þorvaldsson hæstaréttarlögmaður eru meðal umsækjenda.
Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, og Þórhallur Haukur Þorvaldsson hæstaréttarlögmaður eru meðal umsækjenda. Vísir

Sjö umsækjendur sóttu um embætti veggja héraðsdómara, annars vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjaness og hins vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Skipað verður í embættin frá 1. október næstkomandi og munu báðir dómararnir sinna störfum við alla héraðsdómstóla landsins eftir ákvörðun dómarasýslunnar. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins.

Eftirfarandi sóttu um embættin:

  • Karl Gauti Hjaltason lögfræðingur.
  • Karl Óttar Pétursson lögmaður.
  • Sigurður Jónsson lögmaður.
  • Sólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómara.
  • Þorsteinn Magnússon framkvæmdastjóri óbyggðanefndar.
  • Þórhallur Haukur Þorvaldsson lögmaður.
  • Þuríður Árnadóttir lögfræðingur.

Allir umsækjendur sóttust eftir báðum embættum en umsóknarfrestur rann út þann 2. ágúst.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.